Áttaviti til árangurs er heitið á málefnasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs fyrir næsta kjörtímabil. Leiðarstefið er að Kópavogur verði áfram farsælt bæjarfélag í fremstu röð.

Sáttmálinn er í 8 liðum þar sem komið er inn á góðan rekstur í leiðandi bæjarfélagi, framsækna skóla, ný tækifæri í skipulagi, samgöngum og umhverfismálum, bættri velferð allra, lýðheilsu og íþróttir, mannlíf og menningu og jafnréttis, mannréttinda- og fjölmenningarmál.
„Verkefnin eru lögð fram af skynsemi og ábyrgð og við lofum því að bæjarbúar geta
fylgst með framgangi þeirra á kjörtímabilinu,“ segir í sáttmálanum sem má nálgast í heild sinni hér.