Málþing um hjóla- og göngustíga

Málþing um hjóla- og göngustíga verður haldið í Salnum í Kópavogi í fyrramálið, 31. maí, frá klukkan 9 til 13.

Megin viðfangsefni málþingsins er að ræða þær áskoranir sem fylgja aukinni umferð á hjóla- og göngustígum og leiðir til að bæta sambýli ólíkra notenda. Velt verður upp mögulegum leiðum til úrbóta sem snerta flokkun, útfærslur og umgjörð stígakerfisins ásamt þeim hindrunum sem kunna að vera á leiðinni.

Málþingið er liður í áformum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að bæta aðstöðu virkra ferðamáta. Í kjölfarið mun vinnuhópur með aðkomu Vegagerðarinnar og annarra ríkisstofnanna móta samræmdar tillögur að lausnum fyrir höfuðborgarsvæðið.

Til máls taka: Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir sérfræðingur hjá Samgöngustofu, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs Kópavogs, Einar Magnús Magnússon sérfræðingur hjá Samgöngustofu, Jónas Snæbjörnsson framkvæmdastjóri Vegagerðarinnar, Hrafnkell Proppé frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Þorsteinn R. Hermannsson samgöngustjóri Reykjavíkurborgar. Fundarstjóri er Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir.

Málþingið er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Samgöngustofu.

Hjola-og-gongustigar-malthing6

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð