Málum bæinn grænan

Blikaklúbburinn og knattspyrnudeild Breiðabliks hafa ákveðið að ýta úr vör verkefninu ,,Málum bæinn grænan“. Það er að sjálfsögðu Málning h.f. sem er aðalstyrktaraðili þessa verkefnis enda er fyrirtækið eitt af dyggustu stuðningsaðilum knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Verkefnið ,,Málum bæinn grænan“ (MBG) gengur út á að auka stuðning meðal almennra Kópavogsbúa við meistaraflokka Breiðabliks. Verkefnið byggir nokkuð á hugmyndum forráðamanna þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund. Þar tókst þeim á nokkrum árum að auka áhuga íbúa borgarinnar á knattspyrnuliðinu umtalsvert. Nú er alltaf uppselt á alla heimaleiki Dortmund og stemmningin í borginni og í stúkunni þykir ein sú besta í allri Evrópu. Í fyrsta áfanga verður fókusinn á meistaraflokk karla og verður markmiðið að á þremur árum fjölgi áhorfendum á heimaleikjum Breiðabliks að minnsta kosti um 10%  á ári. Einnig að hinn almenni stuðningsmaður verði mun sýnilegri en áður.

Lýsing á verkefninu

Hugmyndin er að myndaðir verði margir litlir hópar stuðningsmanna í hinum ýmsu hverfum/götum Kópavogs. Hver og einn hópur gerir samning við knattspyrnudeildina/Blikaklúbbinn um að vera með einhvers konar uppákomu í sínu hverfi á leikdag. Þetta getur verið allt frá því að menn hittist skömmu fyrir leik og fari saman á völlinn upp í að menn skipuleggi grill og einhver skemmtiatriði fyrir leik í sínu heimahverfi. Deildin útvegar hverjum hóp Breiðabliksfána sem verður flaggað í viðkomandi hverfi á leikdegi.  Hver hópur skuldbindur sig til merkja sig vel með grænum treyjum, fánum, veifum og húfum og mæta þannig á völlinn. Deildin sér til þess að tekið verði frá svæði í stúkunni og hver hópur situr saman á sínum stað. Í samvinnu við BlikarTV verður valinn stuðningsmannahópur leiksins og verður spjallað við meðlimi eftir leik. Með þessu verður vonandi hægt að koma á smá keppni milli hópa líkt og þekkist á körfuboltaleikjum í Bandaríkjunum.

Þeir aðilar sem hafa áhuga á því að taka þátt í þessu verkefni eru beðnir að setja sig í samband við Andrés Pétursson GSM: 699 2522 eða í netfangið andres@rannis.is.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn