• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Málverk og glerlist í Anarkíu

Málverk og glerlist í Anarkíu
ritstjorn
02/10/2014

Laugardaginn 4. október kl. 15 verða opnaðar tvær myndlistarsýningar í Anarkíu listasal í Hamraborg 3 í Kópavogi.

Í efri sal Anarkíu sýnir Helga Ástvaldsdóttir málverk undir yfirskriftinni Lífið milli himins og jarðar. Í kynningu Helgu segir:

 „Sýningin fjallar um lífið sjálft, þar sem blaðgull táknar lífið og markar tvo ólíka fleti myndanna. Það er margbrotið eins og lífið sjálft og í ýmsum stærðum og formi eins og hver og einn einstaklingur er misstór í sínu rými og rúmi.

Stemmingin og andrúmsloftið í lífi okkar er oft svo fíngert að blæbrigðin eru stundum ekki augljós en geta komið á óvart þegar rýnt er meira í hlutina og fleiri fletir í vefnaði örlaganna koma í ljós og visa jafnvel á dyr tækifæranna. Undravert er hve fíngerður og gengsær þessi heimur er í raun og veru, eins og lífið og þær aðstæður sem skapa andrúmsloftið í krinum okkur og bakgrunnur þess sem við komum frá.

Jörðin sem er breytileg eins og jörðin í lífinu og bakgrunnurinn er hluti af heildarstemmingunni.“

 Þetta er sjöunda einkasýning Helgu, en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og látið til sín taka í félagsmálum listamanna í Kópavogi og víðar.

Í neðri sal Anarkíu opnar myndhöggvarinn Jónas Bragi Jónasson sýningu sína, Hviður. Jónas sýnir skúlptura og myndverk úr ýmsum tegundum glers, svo sem krystalsgleri og Flotgleri.

Jónas Bragi er með myndlist sinnt að að leitast við að finna tilfinningalega fegurð. Hin sjónræna upplifun sem brýst fram í áhorfandanum þegar hann upplifir hinn hrífandi heim sem leysist úr læðingi innan úr verkinu skiptir þar máli. Sá leikur ljóss, hreyfingar og kyrrstöðu sem birtist í fáguðum geómetrískum myndgerðum verka Jónasar Braga er hans myndræna leið til þess að lokka fram þær tifinningar að sjá hugtakið tímann í öðru ljósi.

Flæði glersinns er frosið en verkið er þó aldrei kyrrt, því í glerinu er ljósið ætíð á ferð.

Jónas Bragi hefur getið sér gott orð fyrir verk sín víða um heim.

Báðar sýningarnar standa til 26. október.

Anarkía listasalur er opinn þriðjudaga til föstudaga kl. 15-18 og um helgar kl. 14-18.

Efnisorð
Fréttir
02/10/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn

    Áttaviti til árangurs er heitið á málefnasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs fyrir næsta kjörtímabil. Leiðarstefið...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Nýr meirihluti í bæjarstjórn

    Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður bæjarstjóri í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokks, verður formaður...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri

    Ármann Kr. Ólafsson hélt sína síðustu ræðu í bæjarstjórn Kópavogs á 1258.fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var þriðjudaginn...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Formlegar viðræður hafnar í Kópavogi

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa rætt saman síðustu daga og farið yfir áherslur flokkanna. Þetta...

    ritstjorn 19/05/2022
  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Vinir Kópavogs vara við harmleik

    Auglýsing sem Vinir Kópavogs hafa birt á samfélagsmiðlum hefur vakið athygli. Þar er varað við harmleik í...

    ritstjorn 03/05/2022
  • Lesa meira
    Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi

    Stórsöngvarinn Geir Ólafsson ætlar sér stóra hluti í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann skipar 2. sæti á lista...

    ritstjorn 02/05/2022
  • Lesa meira
    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs 2021

    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs fyrir árið 2021 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um miðjan mánuðinn. Í skýrslunni er fjallað...

    ritstjorn 27/04/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi
    Fréttir02/05/2022
  • Hversu löng eru fjögur ár?
    Aðsent20/04/2022
  • Reykjanesbraut verði sett í stokk
    Fréttir24/04/2022
  • Knattspyrnufélagið Augnablik 40 ára
    Fréttir24/04/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.