Málverk og glerlist í Anarkíu

Helga Ástvaldsdóttir.

Laugardaginn 4. október kl. 15 verða opnaðar tvær myndlistarsýningar í Anarkíu listasal í Hamraborg 3 í Kópavogi.

Í efri sal Anarkíu sýnir Helga Ástvaldsdóttir málverk undir yfirskriftinni Lífið milli himins og jarðar. Í kynningu Helgu segir:

 „Sýningin fjallar um lífið sjálft, þar sem blaðgull táknar lífið og markar tvo ólíka fleti myndanna. Það er margbrotið eins og lífið sjálft og í ýmsum stærðum og formi eins og hver og einn einstaklingur er misstór í sínu rými og rúmi.

Stemmingin og andrúmsloftið í lífi okkar er oft svo fíngert að blæbrigðin eru stundum ekki augljós en geta komið á óvart þegar rýnt er meira í hlutina og fleiri fletir í vefnaði örlaganna koma í ljós og visa jafnvel á dyr tækifæranna. Undravert er hve fíngerður og gengsær þessi heimur er í raun og veru, eins og lífið og þær aðstæður sem skapa andrúmsloftið í krinum okkur og bakgrunnur þess sem við komum frá.

Jörðin sem er breytileg eins og jörðin í lífinu og bakgrunnurinn er hluti af heildarstemmingunni.“

 Þetta er sjöunda einkasýning Helgu, en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og látið til sín taka í félagsmálum listamanna í Kópavogi og víðar.

Í neðri sal Anarkíu opnar myndhöggvarinn Jónas Bragi Jónasson sýningu sína, Hviður. Jónas sýnir skúlptura og myndverk úr ýmsum tegundum glers, svo sem krystalsgleri og Flotgleri.

Jónas Bragi er með myndlist sinnt að að leitast við að finna tilfinningalega fegurð. Hin sjónræna upplifun sem brýst fram í áhorfandanum þegar hann upplifir hinn hrífandi heim sem leysist úr læðingi innan úr verkinu skiptir þar máli. Sá leikur ljóss, hreyfingar og kyrrstöðu sem birtist í fáguðum geómetrískum myndgerðum verka Jónasar Braga er hans myndræna leið til þess að lokka fram þær tifinningar að sjá hugtakið tímann í öðru ljósi.

Flæði glersinns er frosið en verkið er þó aldrei kyrrt, því í glerinu er ljósið ætíð á ferð.

Jónas Bragi hefur getið sér gott orð fyrir verk sín víða um heim.

Báðar sýningarnar standa til 26. október.

Anarkía listasalur er opinn þriðjudaga til föstudaga kl. 15-18 og um helgar kl. 14-18.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar