Mamma, er ekki nóg að gera?

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Hvers vegna í ósköpunum að fara í framboð? Þetta er spurning sem ég er margoft spurð og þar á meðal af dætrum mínum. „Mamma, er ekki nóg að gera sem bæjarfulltrúi, skrifstofustjóri, mamma og almennt sem kona í daglegu basli? Jú það er nóg að gera og allt þetta er ofboðslega skemmtilegt og gefandi. En ástæður mínar að bjóða mig fram núna og yfir höfuð í störf í almannaþágu eru einmitt þessar stelpur mínar og sú kynslóð sem mun erfa landið. Mér er það afar mikilvægt að yngri kynslóðin sjái sér hag í að búa og starfa á Íslandi. Ég hvet að sjálfsögðu alla að skoða heiminn en til þess að fólk að lokum setjist hér að þurfa ákveðnir hlutir að vera í lagi og þá vil ég hafa áhrif á. Hér þurfa kerfin okkar að vera í lagi. Kerfin sem um ræðir og mynda saman það sem við köllum samfélag eru m.a. heilbrigðis-, mennta-, skatta- og velferðarkerfi ásamt efnahags og viðskiptalífinu sem við hrærumst í. Ákveðin einkenni verða að vera ríkjandi í samfélaginu. Það verður að vera opið, gagnsætt og aðgengilegt öllum og síðast en ekki síst verður að ríkja heilbrigð samkeppni allsstaðar. Einstaklingsfrelsið verður að njóta sín til fulls og jafnræðis verður að gæta hvarvetna þegar að borðinu er komið. Ríkja verður skýr atvinnustefna á landinu til þess að þeir sem við erum að hvetja til að kaupa sér fasteign vilji búa hér og starfa. Þetta er lykilatriði til þess að missa ekki fólk frá landi sem við sárlega þurfum á að halda til þess að halda uppi sterkum efnahag og þéttu félagslegu neti sem okkur ber að vernda og meta.

Ég óska eftir því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Prófkjörið fer fram á laugardaginn 10 sept. en hægt er að kjósa utan kjörstaðar í Valhöll fram að þeim degi.

Karen Elísabet Halldórsdóttir býður sig fram í 3ja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Hjordis
Soffi?a Karlsdo?ttir
Landsbankinn
plaggat_isl_ánlogo
Ármann
Brynja Hlíf Hjaltadóttir. Mynd: Motorcross.is
KAI_IM_Barna_2015
ithrottamadur