Maraþonhlaupar úr Þríkó náðu góðum árangri í Sevilla

Fjórir hlauparar úr Þríkó, Þríþrautarfélagi Kópavogs, hlupu heilt maraþon í Sevilla á Spáni í vikunni, eins og lesa má um á heimasíðu þeirra thriko.is.

Kristjana Bergsdóttir varð í þriðja sæti í sínum aldursflokki og hljóp maraþonið á tímanum 4:34:16.

Viðar Bragi Þorsteinsson náði sínum besta tíma á hlaupaferlinum og bætti tíma sinn um heilar tíu mínútur en hann hljóp maraþonið á 3:03:54.

Ólafur Þór Magnússon var að hlaupa maraþon í fyrsta skipti og náði þar með einnig sínum besta tíma en hann hljóp það á 3:57:03.

Halldóra Gyða Matthíasdóttir náði einnig sínum besta tíma en hún hljóp á tímanum 4:01:50.

Sveinn Erntsson hljóp einnig maraþonið í Sevilla, hlaupatími hans var 3:08:11.

Íslensku maraþonhlaupararnir voru mjög ánægðir með hlaupið í Sevilla. Ágætis stemning er í kringum hlaupið og mjög gott skipulag; veðrið gott, sól, heiðskýrt og um 20 stiga hiti. Hlauparnir segja það hafa verið einstaka upplifun að hlaupa inn á Ólympíuvöllinn og fá að hlaupa hring þar áður en komið var í mark.

Slagorð maraþonsins „More then running“ á klárlega við því það er einstök upplifun að hlaupa um þessa fallegu og sögufrægu borg, að sögn hlauparanna í Þríkó sem mæla klárlega með maraþoninu í Sevilla.

Nánar á: thriko.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,