Maraþonhlaupar úr Þríkó náðu góðum árangri í Sevilla

Fjórir hlauparar úr Þríkó, Þríþrautarfélagi Kópavogs, hlupu heilt maraþon í Sevilla á Spáni í vikunni, eins og lesa má um á heimasíðu þeirra thriko.is.

Kristjana Bergsdóttir varð í þriðja sæti í sínum aldursflokki og hljóp maraþonið á tímanum 4:34:16.

Viðar Bragi Þorsteinsson náði sínum besta tíma á hlaupaferlinum og bætti tíma sinn um heilar tíu mínútur en hann hljóp maraþonið á 3:03:54.

Ólafur Þór Magnússon var að hlaupa maraþon í fyrsta skipti og náði þar með einnig sínum besta tíma en hann hljóp það á 3:57:03.

Halldóra Gyða Matthíasdóttir náði einnig sínum besta tíma en hún hljóp á tímanum 4:01:50.

Sveinn Erntsson hljóp einnig maraþonið í Sevilla, hlaupatími hans var 3:08:11.

Íslensku maraþonhlaupararnir voru mjög ánægðir með hlaupið í Sevilla. Ágætis stemning er í kringum hlaupið og mjög gott skipulag; veðrið gott, sól, heiðskýrt og um 20 stiga hiti. Hlauparnir segja það hafa verið einstaka upplifun að hlaupa inn á Ólympíuvöllinn og fá að hlaupa hring þar áður en komið var í mark.

Slagorð maraþonsins „More then running“ á klárlega við því það er einstök upplifun að hlaupa um þessa fallegu og sögufrægu borg, að sögn hlauparanna í Þríkó sem mæla klárlega með maraþoninu í Sevilla.

Nánar á: thriko.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar