Maraþonhlaupar úr Þríkó náðu góðum árangri í Sevilla

Fjórir hlauparar úr Þríkó, Þríþrautarfélagi Kópavogs, hlupu heilt maraþon í Sevilla á Spáni í vikunni, eins og lesa má um á heimasíðu þeirra thriko.is.

Kristjana Bergsdóttir varð í þriðja sæti í sínum aldursflokki og hljóp maraþonið á tímanum 4:34:16.

Viðar Bragi Þorsteinsson náði sínum besta tíma á hlaupaferlinum og bætti tíma sinn um heilar tíu mínútur en hann hljóp maraþonið á 3:03:54.

Ólafur Þór Magnússon var að hlaupa maraþon í fyrsta skipti og náði þar með einnig sínum besta tíma en hann hljóp það á 3:57:03.

Halldóra Gyða Matthíasdóttir náði einnig sínum besta tíma en hún hljóp á tímanum 4:01:50.

Sveinn Erntsson hljóp einnig maraþonið í Sevilla, hlaupatími hans var 3:08:11.

Íslensku maraþonhlaupararnir voru mjög ánægðir með hlaupið í Sevilla. Ágætis stemning er í kringum hlaupið og mjög gott skipulag; veðrið gott, sól, heiðskýrt og um 20 stiga hiti. Hlauparnir segja það hafa verið einstaka upplifun að hlaupa inn á Ólympíuvöllinn og fá að hlaupa hring þar áður en komið var í mark.

Slagorð maraþonsins „More then running“ á klárlega við því það er einstök upplifun að hlaupa um þessa fallegu og sögufrægu borg, að sögn hlauparanna í Þríkó sem mæla klárlega með maraþoninu í Sevilla.

Nánar á: thriko.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn