Margir taka þátt í gerð samgöngustefnu

Á fjórða hundrað ábendingar hafa borist til Kópavogsbæjar vegna samgöngustefnu, Nýju línunnar, sem nú er í vinnslu. Fimm íbúafundir hafa verið haldnir í tengslum við gerð stefnunnar.  Þá var settur upp hugmyndavefur í tengslum við samgöngustefnuna sem verður opinn fram í janúar. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma ábendingum á framfæri þar.

Á vefnum hægt að velja hverfi og koma ábendingu á framfæri um það sem betur má fara í samgöngumálum, umferðaröryggi og í tengslum við almenningssamgöngur. Á fundunum var kallað eftir ábendingum í sömu efnisflokkum.

„Við ákáðum að prófa nýtt form á íbúafundum og það hefur gefist mjög vel. Fundirnir byrjuðu með stuttri kynning á stefnunni og í framhaldinu gafst þátttakendum kostur á að koma sínum ábendingum á framfæri á starfssstöðvum,“ segir Hjördís Ýr Johnson formaður umhverfis- og samgöngunefndar.  „Við fengum virkilega góðar umræður og ábendingar frá íbúum sem eru auðvitað sérfræðingar í sínu nærumhverfi.“

Stefnt er að því að stefnan verði tilbúin í febrúar.

Slóð á hugmyndasíðu:

https://betraisland.is/community/728

Nánar um samgöngustefnu:

https://www.kopavogur.is/is/ibuar/samgongur/samgongustefna-i-motun

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að