Margir taka þátt í gerð samgöngustefnu

Á fjórða hundrað ábendingar hafa borist til Kópavogsbæjar vegna samgöngustefnu, Nýju línunnar, sem nú er í vinnslu. Fimm íbúafundir hafa verið haldnir í tengslum við gerð stefnunnar.  Þá var settur upp hugmyndavefur í tengslum við samgöngustefnuna sem verður opinn fram í janúar. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma ábendingum á framfæri þar.

Á vefnum hægt að velja hverfi og koma ábendingu á framfæri um það sem betur má fara í samgöngumálum, umferðaröryggi og í tengslum við almenningssamgöngur. Á fundunum var kallað eftir ábendingum í sömu efnisflokkum.

„Við ákáðum að prófa nýtt form á íbúafundum og það hefur gefist mjög vel. Fundirnir byrjuðu með stuttri kynning á stefnunni og í framhaldinu gafst þátttakendum kostur á að koma sínum ábendingum á framfæri á starfssstöðvum,“ segir Hjördís Ýr Johnson formaður umhverfis- og samgöngunefndar.  „Við fengum virkilega góðar umræður og ábendingar frá íbúum sem eru auðvitað sérfræðingar í sínu nærumhverfi.“

Stefnt er að því að stefnan verði tilbúin í febrúar.

Slóð á hugmyndasíðu:

https://betraisland.is/community/728

Nánar um samgöngustefnu:

https://www.kopavogur.is/is/ibuar/samgongur/samgongustefna-i-motun

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

SigvaldiEgill
Jon ur vor fin-0027
1501816_599821193417374_1456742139_n
Hressingarhaeli_7
Bjarki Már Sigvaldason
Flóttafólk í Kópavogi.
Margrét Friðriksdóttir
Gerðarsafn
sunnadora-1024×683