Margir taka þátt í gerð samgöngustefnu

Á fjórða hundrað ábendingar hafa borist til Kópavogsbæjar vegna samgöngustefnu, Nýju línunnar, sem nú er í vinnslu. Fimm íbúafundir hafa verið haldnir í tengslum við gerð stefnunnar.  Þá var settur upp hugmyndavefur í tengslum við samgöngustefnuna sem verður opinn fram í janúar. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma ábendingum á framfæri þar.

Á vefnum hægt að velja hverfi og koma ábendingu á framfæri um það sem betur má fara í samgöngumálum, umferðaröryggi og í tengslum við almenningssamgöngur. Á fundunum var kallað eftir ábendingum í sömu efnisflokkum.

„Við ákáðum að prófa nýtt form á íbúafundum og það hefur gefist mjög vel. Fundirnir byrjuðu með stuttri kynning á stefnunni og í framhaldinu gafst þátttakendum kostur á að koma sínum ábendingum á framfæri á starfssstöðvum,“ segir Hjördís Ýr Johnson formaður umhverfis- og samgöngunefndar.  „Við fengum virkilega góðar umræður og ábendingar frá íbúum sem eru auðvitað sérfræðingar í sínu nærumhverfi.“

Stefnt er að því að stefnan verði tilbúin í febrúar.

Slóð á hugmyndasíðu:

https://betraisland.is/community/728

Nánar um samgöngustefnu:

https://www.kopavogur.is/is/ibuar/samgongur/samgongustefna-i-motun

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér