Margrét Friðriksdóttir, skólameistari, hefur ákveðið að þiggja 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins

Margrét Friðriksdóttir.
Margrét Friðriksdóttir.

Margrét Friðriksdóttir, sem bauð sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálstæðisflokksins í Kópavogi gegn Ármanni Kr. Ólafssyni, hefur ákveðið að þiggja 2. sætið á lista flokksins.

„Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem studdu mig í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi sl. laugardag. Þó ég hafi ekki náð markmiði mínu verður niðurstaðan að teljast góður árangur þar sem ég er að koma ný inn í stjórnmálin. Ég hef áhuga og metnað fyrir hönd Kópavogsbúa og vil af heilindum leggja mitt af mörkum til að vinna að málefnum bæjarfélagsins. Nú þurfum við að horfa til framtíðar og stilla upp sterkum og samhentum lista sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ég hlakka til að hefja störf á þessum nýja vettvangi og vænti þess að reynsla mín sem skólameistari í MK nýtist vel,  í þeim störfum sem bíða mín, með hagsmuni allra Kópavogsbúa að leiðarljósi,“ segir Margrét Friðriksdóttir, skólameistari, í yfirlýsingu.  

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér