Markmið XV

Listamennirnir Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson opna sýninguna Markmið XV laugardaginn 11. október kl. 15:00 í efri sölum Gerðarsafns.

Markmið er samstarfsverkefni þeirra Helga og Péturs og samanstendur af fjölbreyttum verkefnum sem sýnd eru og birt á sjónrænan máta. Markmið er það sem það er hverju sinni; spunaverkefni. Upphafið af samstarfinu hófst með sýningu í Gallerí Hlemm árið 2000. Þeir hafa þróað verkefnið frá þeim tíma  þar sem þeir nota eldri hluti og senur frá fyrri sýningum þannig að allt tengist en án þess að vera kerfisbundið. Hver sýning er millistig síðustu sýningar og þeirrar næstu. Sýningin sem verður opnuð í Gerðarsafni er sú fimmtánda í röðinni.

Á fyrri sýningum Markmiðs hafa þeir smíðað ýmis furðutæki og farskjóta fyrir óhugsandi aðstæður, framleitt og útvegað ferða- og björgunarbúnað, hannað og smíðað báta og fenjadreka, farið í kappakstur og eftirför á Volvo, gert athuganir með fyrirbærið orfplanki, skotkeppni með fjarstýrðu skotmarki og skreyttum markmyndum, sviðsett innbrot og vopnasöfnun, tekið landslagsljósmyndir með hjálp eldflauga, flugdreka og sérútbúnum gjörðum sem renna niður fjallshlíðar.
Sýningin stendur til 9. nóvember.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn