Markmið XV

Listamennirnir Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson opna sýninguna Markmið XV laugardaginn 11. október kl. 15:00 í efri sölum Gerðarsafns.

Markmið er samstarfsverkefni þeirra Helga og Péturs og samanstendur af fjölbreyttum verkefnum sem sýnd eru og birt á sjónrænan máta. Markmið er það sem það er hverju sinni; spunaverkefni. Upphafið af samstarfinu hófst með sýningu í Gallerí Hlemm árið 2000. Þeir hafa þróað verkefnið frá þeim tíma  þar sem þeir nota eldri hluti og senur frá fyrri sýningum þannig að allt tengist en án þess að vera kerfisbundið. Hver sýning er millistig síðustu sýningar og þeirrar næstu. Sýningin sem verður opnuð í Gerðarsafni er sú fimmtánda í röðinni.

Á fyrri sýningum Markmiðs hafa þeir smíðað ýmis furðutæki og farskjóta fyrir óhugsandi aðstæður, framleitt og útvegað ferða- og björgunarbúnað, hannað og smíðað báta og fenjadreka, farið í kappakstur og eftirför á Volvo, gert athuganir með fyrirbærið orfplanki, skotkeppni með fjarstýrðu skotmarki og skreyttum markmyndum, sviðsett innbrot og vopnasöfnun, tekið landslagsljósmyndir með hjálp eldflauga, flugdreka og sérútbúnum gjörðum sem renna niður fjallshlíðar.
Sýningin stendur til 9. nóvember.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar