Meirihlutinn frestar framtíðinni

Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VG í Kópavogi.
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi.

Á fundi sínum 27.maí s.l. ákvað meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs að fresta afgreiðslu á tillögu minni um að íbúa bæjarins fái að kjósa um sameiningu við nágrannasveitarfélög. Ég hef áður lagt fram tillögu um sameiningarviðræður, en segist með þessari tillögu hafa viljað fá fram vilja íbúa og meiri slagkraft í viðræður um sameiningu, yrði það niðurstaðan.Ég mun því halda málinu áfram, nái ég kjöri.

En það er íhugunarvert að meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs treysti sér ekki til að taka afstöðu til tillögu um íbúakosningu um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og vísar tillögunni yfir á næsta kjörtímabil. Það voru Sjálfstæðismenn og Framsókn sem vildu fresta málinu. Samfylkingin treysti sér ekki öll til að láta greiða atkvæði um tillöguna og því sat einn fulltrúi þeirra hjá. Eftir stendur að Vinstri græn og Næst besti eru einu framboðin sem eru heil í þeirri afstöðu sinni að vilja styðja við íbúakosningar.

Það er eitt helsta baráttumál okkar Vinstri grænna og félagshyggjufólks að íbúar bæjarins fái eitthvað um stjórn og stjórnsýslu að segja. Rafræn könnun er ein aðferðin.

xV á kjördag.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér