Meirihlutinn frestar framtíðinni

Ólafur Þór Gunnarsson (VGF): „Hvorki ég eða fjölskylda mín á eða hefur átt neinar eignir í skattaskjólum eða aflandsfélögum.“
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VG í Kópavogi.
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi.

Á fundi sínum 27.maí s.l. ákvað meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs að fresta afgreiðslu á tillögu minni um að íbúa bæjarins fái að kjósa um sameiningu við nágrannasveitarfélög. Ég hef áður lagt fram tillögu um sameiningarviðræður, en segist með þessari tillögu hafa viljað fá fram vilja íbúa og meiri slagkraft í viðræður um sameiningu, yrði það niðurstaðan.Ég mun því halda málinu áfram, nái ég kjöri.

En það er íhugunarvert að meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs treysti sér ekki til að taka afstöðu til tillögu um íbúakosningu um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og vísar tillögunni yfir á næsta kjörtímabil. Það voru Sjálfstæðismenn og Framsókn sem vildu fresta málinu. Samfylkingin treysti sér ekki öll til að láta greiða atkvæði um tillöguna og því sat einn fulltrúi þeirra hjá. Eftir stendur að Vinstri græn og Næst besti eru einu framboðin sem eru heil í þeirri afstöðu sinni að vilja styðja við íbúakosningar.

Það er eitt helsta baráttumál okkar Vinstri grænna og félagshyggjufólks að íbúar bæjarins fái eitthvað um stjórn og stjórnsýslu að segja. Rafræn könnun er ein aðferðin.

xV á kjördag.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,