Á fundi sínum 27.maí s.l. ákvað meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs að fresta afgreiðslu á tillögu minni um að íbúa bæjarins fái að kjósa um sameiningu við nágrannasveitarfélög. Ég hef áður lagt fram tillögu um sameiningarviðræður, en segist með þessari tillögu hafa viljað fá fram vilja íbúa og meiri slagkraft í viðræður um sameiningu, yrði það niðurstaðan.Ég mun því halda málinu áfram, nái ég kjöri.
En það er íhugunarvert að meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs treysti sér ekki til að taka afstöðu til tillögu um íbúakosningu um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og vísar tillögunni yfir á næsta kjörtímabil. Það voru Sjálfstæðismenn og Framsókn sem vildu fresta málinu. Samfylkingin treysti sér ekki öll til að láta greiða atkvæði um tillöguna og því sat einn fulltrúi þeirra hjá. Eftir stendur að Vinstri græn og Næst besti eru einu framboðin sem eru heil í þeirri afstöðu sinni að vilja styðja við íbúakosningar.
Það er eitt helsta baráttumál okkar Vinstri grænna og félagshyggjufólks að íbúar bæjarins fái eitthvað um stjórn og stjórnsýslu að segja. Rafræn könnun er ein aðferðin.
xV á kjördag.