Meirihlutinn frestar framtíðinni

Ólafur Þór Gunnarsson (VGF): „Hvorki ég eða fjölskylda mín á eða hefur átt neinar eignir í skattaskjólum eða aflandsfélögum.“
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VG í Kópavogi.
Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi.

Á fundi sínum 27.maí s.l. ákvað meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs að fresta afgreiðslu á tillögu minni um að íbúa bæjarins fái að kjósa um sameiningu við nágrannasveitarfélög. Ég hef áður lagt fram tillögu um sameiningarviðræður, en segist með þessari tillögu hafa viljað fá fram vilja íbúa og meiri slagkraft í viðræður um sameiningu, yrði það niðurstaðan.Ég mun því halda málinu áfram, nái ég kjöri.

En það er íhugunarvert að meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs treysti sér ekki til að taka afstöðu til tillögu um íbúakosningu um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og vísar tillögunni yfir á næsta kjörtímabil. Það voru Sjálfstæðismenn og Framsókn sem vildu fresta málinu. Samfylkingin treysti sér ekki öll til að láta greiða atkvæði um tillöguna og því sat einn fulltrúi þeirra hjá. Eftir stendur að Vinstri græn og Næst besti eru einu framboðin sem eru heil í þeirri afstöðu sinni að vilja styðja við íbúakosningar.

Það er eitt helsta baráttumál okkar Vinstri grænna og félagshyggjufólks að íbúar bæjarins fái eitthvað um stjórn og stjórnsýslu að segja. Rafræn könnun er ein aðferðin.

xV á kjördag.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar