Meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista er í uppnámi eftir að Gunnar Birgisson klauf meirihlutann í gær.
Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarmanna, segir í samtali við Vísi að hann hafi boðað til fundar með formönnum framsóknarfélaganna í bænum til að ræða hvort halda eigi meirihlutasamstarfinu áfram eða ekki.
Meirihlutinn klofnaði þegar tillaga minnihlutans var samþykkt um kaup á 30 til 40 íbúðum og byggingu tveggja fjölbýlishúsa. Gunnar Birgisson greiddi atkvæði með tillögunni.
Ómar segir í samtali við Vísi að með þessu hafi Gunnar verið í pólitískum leik á kostnað bæjarbúa. Tillagan auki útgjöld Kópavogsbæjar um tvo til þrjá milljarða.