Meirihlutinn fyrir bí?

Ómar Stefánsson,oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi.
Ómar Stefánsson,oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista er í uppnámi eftir að Gunnar Birgisson klauf meirihlutann í gær.

Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarmanna, segir í samtali við Vísi að hann hafi boðað til fundar með formönnum framsóknarfélaganna í bænum til að ræða hvort halda eigi meirihlutasamstarfinu áfram eða ekki.

Meirihlutinn klofnaði þegar tillaga minnihlutans var samþykkt um kaup á 30 til 40 íbúðum og byggingu tveggja fjölbýlishúsa. Gunnar Birgisson greiddi atkvæði með tillögunni.

Ómar segir í samtali við Vísi að með þessu hafi Gunnar verið í pólitískum leik á kostnað bæjarbúa. Tillagan auki útgjöld Kópavogsbæjar um tvo til þrjá milljarða.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að