• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Meirihlutinn í Kópavogi kýs gegn eigin sannfæringu

Meirihlutinn í Kópavogi kýs gegn eigin sannfæringu
ritstjorn
24/02/2016
Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar.

Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar.

Á bæjarstjórnarfundi þann 23. febrúar 2016, lá fyrir tillaga frá bæjarstjóra, f.h. starfshóps um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar, dags. 8. desember, varðandi húsnæði undir bæjarskrifstofur Kópavogs. Hópurinn lagði til að bæjarstjórn veldi milli tveggja kosta.

  • Kostur 1, að ráðist verði í viðhald á Fannborg 2 strax og jafnframt verði mögulegar breytingar á skipulagi svæðisins skoðaðar.
  • Kostur 2, að hafnar verði annars vegar viðræður um nýtt húsnæði í Norðurturni við Smáralind og hins vegar viðræður um nýtt húsnæði við Smáratorg. Jafnframt verði leitað samninga um sölu á fasteignum í Fannborg og mögulegar breytingar á skipulagi svæðisins skoðaðar.

Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, lagði fram breytingartillögu um að við bætist

  • Kostur 3, að byggt verði hús sem hannað verður fyrir stjórnsýslu Kópavogsbæjar á lóð bæjarins fyrir framan menningar- og tómstundamiðstöðina Molann að Hábraut 2. Hluti bæjarskrifstofanna verði staðsettar í núverandi húsnæði Molans.

Þegar ljóst var að meirihluti var fyrir tillögu Péturs með stuðningi minnihlutans og tveggja bæjarfulltrúa í meirihlutanum,  féll bæjarstjóri frá tillögu sinni og lagði fram frávísunartillögu við breytingartillögu Pétus. Allir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar samþykkti frávísun. Þar með var breytingartillaga Samfylkingarinnar ekki lengur á dagskrá.

Þess í stað lagði meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar fram svohljóðandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að farið verði í breytingar á bæjarskrifstofunum sem skulu rúmast innan gerðar fjárhagsáætlunar.

Sú tillaga var samþykkt af meirihluta bæjarfulltrúa, einnig þeim sem hafa ítrekað lýst yfir andstöðu við að gera upp húsin í Fannborg.

Því er ljóst að flutningar bæjarskrifstofunnar úr Fannborg er ekki lengur á dagskrá, að svo stöddu a.m.k.  Þessi vegferð bæjarstjóra og fylgissveina um að flytja bæjarskrifstofurnar varð því endaslepp. Í rúmt ár hefur viðhaldi verið frestað, bæjarstarfsmenn búið við heilsuspillandi vinnuumhverfi og viðhaldsfé sem samþykkt var að setja í Fannborg 2 ekki nýtt. Á því klúðri ber bæjarstjóri og formaður bæjarráðs fulla ábyrgð. Sérstaka athygli vekur að formaður bæjarráðs, Theodóra Þorsteinsdóttir, greiðir atkvæði með tillögunni um viðhaldsframkvæmdir en hún hefur barist um á hæl og hnakka fyrir flutningi og fundið núverandi bæjarskrifstofum allt til foráttu. Það liggur fyrir að þar á bæ skiptir meira máli að halda saman samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og passa upp á bæjarráðsformannsstólinn frekar en að fylgja sannfæringu sinni.

Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar.

Efnisorðbæjarskrifstofurbæjarstjórnefst á baugifannborg
Aðsent
24/02/2016
ritstjorn

Efnisorðbæjarskrifstofurbæjarstjórnefst á baugifannborg

Meira

  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi

    Árið 2015 var tekin ákvörðun um að Kópavogsbær gerðist heilsueflandi samfélag. Til að raungera þau markmið var...

    ritstjorn 24/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“
    Fréttir25/09/2020
  • Við erum öll barnavernd
    Aðsent24/09/2020
  • Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi
    Aðsent24/09/2020
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.