Meirihlutinn í Kópavogi kýs gegn eigin sannfæringu

Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar.
Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar.

Á bæjarstjórnarfundi þann 23. febrúar 2016, lá fyrir tillaga frá bæjarstjóra, f.h. starfshóps um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar, dags. 8. desember, varðandi húsnæði undir bæjarskrifstofur Kópavogs. Hópurinn lagði til að bæjarstjórn veldi milli tveggja kosta.

  • Kostur 1, að ráðist verði í viðhald á Fannborg 2 strax og jafnframt verði mögulegar breytingar á skipulagi svæðisins skoðaðar.
  • Kostur 2, að hafnar verði annars vegar viðræður um nýtt húsnæði í Norðurturni við Smáralind og hins vegar viðræður um nýtt húsnæði við Smáratorg. Jafnframt verði leitað samninga um sölu á fasteignum í Fannborg og mögulegar breytingar á skipulagi svæðisins skoðaðar.

Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, lagði fram breytingartillögu um að við bætist

  • Kostur 3, að byggt verði hús sem hannað verður fyrir stjórnsýslu Kópavogsbæjar á lóð bæjarins fyrir framan menningar- og tómstundamiðstöðina Molann að Hábraut 2. Hluti bæjarskrifstofanna verði staðsettar í núverandi húsnæði Molans.

Þegar ljóst var að meirihluti var fyrir tillögu Péturs með stuðningi minnihlutans og tveggja bæjarfulltrúa í meirihlutanum,  féll bæjarstjóri frá tillögu sinni og lagði fram frávísunartillögu við breytingartillögu Pétus. Allir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar samþykkti frávísun. Þar með var breytingartillaga Samfylkingarinnar ekki lengur á dagskrá.

Þess í stað lagði meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar fram svohljóðandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að farið verði í breytingar á bæjarskrifstofunum sem skulu rúmast innan gerðar fjárhagsáætlunar.

Sú tillaga var samþykkt af meirihluta bæjarfulltrúa, einnig þeim sem hafa ítrekað lýst yfir andstöðu við að gera upp húsin í Fannborg.

Því er ljóst að flutningar bæjarskrifstofunnar úr Fannborg er ekki lengur á dagskrá, að svo stöddu a.m.k.  Þessi vegferð bæjarstjóra og fylgissveina um að flytja bæjarskrifstofurnar varð því endaslepp. Í rúmt ár hefur viðhaldi verið frestað, bæjarstarfsmenn búið við heilsuspillandi vinnuumhverfi og viðhaldsfé sem samþykkt var að setja í Fannborg 2 ekki nýtt. Á því klúðri ber bæjarstjóri og formaður bæjarráðs fulla ábyrgð. Sérstaka athygli vekur að formaður bæjarráðs, Theodóra Þorsteinsdóttir, greiðir atkvæði með tillögunni um viðhaldsframkvæmdir en hún hefur barist um á hæl og hnakka fyrir flutningi og fundið núverandi bæjarskrifstofum allt til foráttu. Það liggur fyrir að þar á bæ skiptir meira máli að halda saman samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og passa upp á bæjarráðsformannsstólinn frekar en að fylgja sannfæringu sinni.

Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn