MEKÓ er Menning í Kópavogi

Þann 10. september síðastliðinn fengu allir Kópavogsbúar veglegt tímarit MEKÓ inn um lúgurnar hjá sér. Þetta er annað árið sem Kópavogsbær gefur út menningartímarit og fangar blaðið í ár hið öfluga menningarlíf sem fyrirfinnst víðs vegar í Kópavogi.

MEKÓ er nýtt heiti á menningarmálunum í Kópavogi en MEKÓ stendur fyrir Menningu í Kópavogi. Íris María Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri MEKÓ segir þetta nýja og ferska útlit menningarmála í Kópavogi hafa verið í vinnslu í dágóðan tíma og er ný og spennandi heimasíða MEKÓ væntanleg.

Elísabet Indra og Íris María.

„Tilkoma MEKÓ felur ekki bara í sér nafna- og útlitsbreytingar. Við viljum að menningarstarfið nái til allra Kópavogsbúa og má því segja að megin hugmyndafræðin að baki MEKÓ sé að fanga menningarlíf bæjarins í öllum hverfum þess í stað þess að binda það einungis við hinar einstöku menningarstofnanir sem nú þegar standa styrkum stoðum með metnaðarfulla dagskrá allan ársins hring, ” segir Íris María. „Við erum komin vel á veg við gerð nýrrar heimasíðu menningarmálaflokksins, meko.is, þar sem fjallað verður um allt menningarstarf í Kópavogi í máli og myndum. Við munum þar auglýsa sýningar og viðburði menningarhúsanna sem og þeirra sem hafa verið styrktir af lista- og menningarráði Kópavogs. Með þessu viljum við efla menningarlífi Kópavogs enn meir.“

Öflugt viðburðahald framundan

Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefna- og viðburðastjóri MEKÓ hefur leitt hóp öflugra og skapandi starfsmanna í menningarmálum Kópavogs í mótun metnaðarfullrar dagskrár sem allir eiga kost á að njóta á komandi mánuðum.

Menning á miðvikudögum og Fjölskyldustundir á laugardögum hafa fyrir löngu fest sig í sessi í menningarstarfi Kópavogsbæjar og í ár verður engin breyting þar á. „Þessir viðburðir eru í boði lista- og menningarráðs og því ókeypis, og munu fara fram sitt á hvað í Gerðasafni, Salnum, Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs. Við vonumst til að geta boðið upp á þessa viðburði á öðrum stöðum í Kópavogi þegar líður á veturinn,“ segir Elísabet Indra.

Hljóðgöngur og aldagamlar handverkshefðir, áhugaverð erindi um náttúruvísindi og listir, hugvekjandi tónleikar og samræður um sköpunarkraftinn er á meðal þess sem verður á boðstólum í hádeginu á miðvikudögum en listamenn, handverksfólk og vísindamenn í fremstu röð leiða viðburðina.

Fjölskyldustundir á laugardögum eru einnig komnar á fullt skrið. „Margar fjölskyldur hafa vanið komu sína til okkar á laugardögum og okkur finnst svo gaman að geta tekið á móti þeim öllum aftur eftir erfitt Covid-19 tímabil,“ segir Elísabet Indra og vonar að fólk verði ánægt með þær ýmsu nýjungar sem verði á boðstólnum í vetur. „Við munum leggja áherslu á að bjóða upp á fjölbreyttar smiðjur þar sem allir fjölskyldumeðlimirnir geta fengið að njóta sín og verða smiðjurnar haldnar á víxl í Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Bókasafni Kópavogs og Lindasafni alla laugardaga kl. 13 – 15.“

Foreldramorgnar á fimmtudögum verða einnig á sínum stað en í vetur verða foreldramorgnar alla fimmtudaga kl. 10-11 í Bókasafni Kópavogs og hefur starfsfólk bókasafnsins sett saman frábæra dagskrá fyrir nýbakaða foreldra.

„Í vetur munum við einnig leita í umhverfið og náttúruna í viðburðahaldi þegar það á við,“ segir Elísabet Indra, „enda hefur Kópavogur upp á svo marga áhugaverða staði að bjóða sem listafólk hreinlega þyrstir í að vinna með og skapa í. Með því að fara stundum út fyrir veggi menningarhúsanna og listasafnanna fáum við meiri fjölbreytni; óvæntar tengingar við kunnuglega staði verða til og við upplifum umhverfi okkar á nýjan hátt.“

„Það eru spennandi tímar framundan í menningarlífi Kópavogsbæjar og eru vonir bundnar við að hægt verði að bjóða upp á glæsilega aðventuhátíð, vetrarhátíð og barnamenningarhátíð þar sem enn fleirum verður boðið að taka þátt í sýningarhaldi og sjónarspili,“ segja Elísabet Indra og Íris María að lokum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar