Í Lindaskóla voru menningardagar um miðbik desember. Þessa daga voru hinir ýmsu atburðir s.s. upplestur úr bókum, myndlistarsýningar, menningarferðir, listasmiðjur, fótbolta- og brennómót og kaffihús.
Við setningu daganna flutti Guðrún G. Halldórsdóttir skólastjóri ávarp, Jakob Freyr Einarsson nemandi í 10. bekk spilaði á píanó og listamenn sögðu frá verkum sínum.
Þeir sem sýndu verk að þessu sinni voru Gunnar Júlíusson grafískur hönnuður og myndskreytir, dinamit.is/ og listahópurinn ,,Brennuvargarnir“. Í listahópnum eru leirlistamennirnir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir, Hólmfríður Arngrímsdóttir, Hrönn Waltersdóttir, Ingibjörg Klemenzdóttir, Katrín V. Karlsdóttir, Ólöf Sæmundsdóttir, Steinunn Aldís Helgadóttir og Þórdís Sigfúsdóttir.
Gunnar vinnur verk með blandaðri tækni og á sýningunni voru verk unnin með olíu og akrýl á pappa og striga. Leirlistahópurinn sýndi handmótuð og rennd leirverk, sem eru ýmist rakúbrennd eða brennd með annarri frumstæðri aðferð.
Nánari fréttir og myndir frá menningardögum Lindaskóla má finna á heimasíðu skólans: lindaskoli.is