Menningardagar í Lindaskóla

Brennuvargarnir.

Í Lindaskóla voru menningardagar um miðbik desember. Þessa daga voru hinir ýmsu atburðir s.s. upplestur úr bókum, myndlistarsýningar, menningarferðir, listasmiðjur, fótbolta- og brennómót  og  kaffihús.

Við setningu daganna flutti Guðrún G. Halldórsdóttir skólastjóri ávarp, Jakob Freyr Einarsson nemandi í 10. bekk spilaði á píanó og listamenn sögðu frá verkum sínum.

Guðrún G. Halldórsdóttir, skólastjóri Lindaskóla, flutti ávarp við setningu Menningardaga.

Þeir sem sýndu verk að þessu sinni voru Gunnar Júlíusson grafískur hönnuður og myndskreytir, dinamit.is/ og listahópurinn ,,Brennuvargarnir“. Í listahópnum eru leirlistamennirnir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir, Hólmfríður Arngrímsdóttir, Hrönn Waltersdóttir, Ingibjörg Klemenzdóttir, Katrín V. Karlsdóttir, Ólöf Sæmundsdóttir, Steinunn Aldís Helgadóttir og Þórdís Sigfúsdóttir.

Listahópurinn „Brennuvargarnir“ ber nafn með rentu en í hópnum eru frábærir leirlistamenn.

Gunnar vinnur verk með blandaðri tækni og á sýningunni voru verk unnin með olíu og akrýl á pappa og striga.  Leirlistahópurinn sýndi handmótuð og rennd leirverk, sem eru ýmist rakúbrennd eða brennd með annarri frumstæðri aðferð.

Gunnar Júlíusson er grafískur hönnuður og myndskreytir.

Nánari fréttir og myndir frá menningardögum Lindaskóla má finna á heimasíðu skólans: lindaskoli.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að