Menningardagar í Lindaskóla

Í Lindaskóla voru menningardagar um miðbik desember. Þessa daga voru hinir ýmsu atburðir s.s. upplestur úr bókum, myndlistarsýningar, menningarferðir, listasmiðjur, fótbolta- og brennómót  og  kaffihús.

Við setningu daganna flutti Guðrún G. Halldórsdóttir skólastjóri ávarp, Jakob Freyr Einarsson nemandi í 10. bekk spilaði á píanó og listamenn sögðu frá verkum sínum.

Guðrún G. Halldórsdóttir, skólastjóri Lindaskóla, flutti ávarp við setningu Menningardaga.

Þeir sem sýndu verk að þessu sinni voru Gunnar Júlíusson grafískur hönnuður og myndskreytir, dinamit.is/ og listahópurinn ,,Brennuvargarnir“. Í listahópnum eru leirlistamennirnir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir, Hólmfríður Arngrímsdóttir, Hrönn Waltersdóttir, Ingibjörg Klemenzdóttir, Katrín V. Karlsdóttir, Ólöf Sæmundsdóttir, Steinunn Aldís Helgadóttir og Þórdís Sigfúsdóttir.

Listahópurinn „Brennuvargarnir“ ber nafn með rentu en í hópnum eru frábærir leirlistamenn.

Gunnar vinnur verk með blandaðri tækni og á sýningunni voru verk unnin með olíu og akrýl á pappa og striga.  Leirlistahópurinn sýndi handmótuð og rennd leirverk, sem eru ýmist rakúbrennd eða brennd með annarri frumstæðri aðferð.

Gunnar Júlíusson er grafískur hönnuður og myndskreytir.

Nánari fréttir og myndir frá menningardögum Lindaskóla má finna á heimasíðu skólans: lindaskoli.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér