Menningarhús fá styrk fyrir fullveldisdagskrá

Menningarhúsin í Kópavogi voru valin til þátttöku í afmælisdagskrá sem efnt verður til á árinu 2018 vegna aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.

Dagskrárröð menningarhúsanna í Kópavogi hlaut 1,5 milljón í styrk. Í henni verður megináhersla lögð á þverfaglegt samstarf Bókasafns Kópavogs, Gerðarsafns, Héraðsskjalasafns Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Salarins í fjölbreyttum verkefnum sem helguð verða börnum í grunnskólum bæjarins, fjölskyldufólki og nýjum þjóðfélagshópum m.a. í samvinnu við Rauða krossinn.

Um er að ræða skipulagða viðburði innan tveggja dagskrárraða, Menning á miðvikudögum og Fjölskyldustundir, sem skipulagðar eru meðal menningarhúsanna og fara fram vikulega yfir vetrarmánuðina.

Til viðbótar verða sérsniðnir dagskrárviðburðir með áherslu á aldarspegil menningar, barnabókmennta, menningararfsins og fagurbókmennta, auk þess sem efnt verður til málþings um fullveldishugtakið og þýðingu þess í þátíð og nútíð.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á