Menningarhús fá styrk fyrir fullveldisdagskrá

Menningarhúsin í Kópavogi voru valin til þátttöku í afmælisdagskrá sem efnt verður til á árinu 2018 vegna aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.

Dagskrárröð menningarhúsanna í Kópavogi hlaut 1,5 milljón í styrk. Í henni verður megináhersla lögð á þverfaglegt samstarf Bókasafns Kópavogs, Gerðarsafns, Héraðsskjalasafns Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Salarins í fjölbreyttum verkefnum sem helguð verða börnum í grunnskólum bæjarins, fjölskyldufólki og nýjum þjóðfélagshópum m.a. í samvinnu við Rauða krossinn.

Um er að ræða skipulagða viðburði innan tveggja dagskrárraða, Menning á miðvikudögum og Fjölskyldustundir, sem skipulagðar eru meðal menningarhúsanna og fara fram vikulega yfir vetrarmánuðina.

Til viðbótar verða sérsniðnir dagskrárviðburðir með áherslu á aldarspegil menningar, barnabókmennta, menningararfsins og fagurbókmennta, auk þess sem efnt verður til málþings um fullveldishugtakið og þýðingu þess í þátíð og nútíð.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð