Menningarhús fá styrk fyrir fullveldisdagskrá

Menningarhúsin í Kópavogi voru valin til þátttöku í afmælisdagskrá sem efnt verður til á árinu 2018 vegna aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.

Dagskrárröð menningarhúsanna í Kópavogi hlaut 1,5 milljón í styrk. Í henni verður megináhersla lögð á þverfaglegt samstarf Bókasafns Kópavogs, Gerðarsafns, Héraðsskjalasafns Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Salarins í fjölbreyttum verkefnum sem helguð verða börnum í grunnskólum bæjarins, fjölskyldufólki og nýjum þjóðfélagshópum m.a. í samvinnu við Rauða krossinn.

Um er að ræða skipulagða viðburði innan tveggja dagskrárraða, Menning á miðvikudögum og Fjölskyldustundir, sem skipulagðar eru meðal menningarhúsanna og fara fram vikulega yfir vetrarmánuðina.

Til viðbótar verða sérsniðnir dagskrárviðburðir með áherslu á aldarspegil menningar, barnabókmennta, menningararfsins og fagurbókmennta, auk þess sem efnt verður til málþings um fullveldishugtakið og þýðingu þess í þátíð og nútíð.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

WP_20141010_10_58_21_Pro__highres
othekkturljosm_17jun59
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
ÍK hlaupið
Krakkar úr Álfhólsskóla með leiðbeinenda sínum.
HK, 4flokkur B.
562584_386884604681377_290070951_n
hledslustodvar_kopavogur
Soffi?a Karlsdo?ttir