Menningarstyrkir veittir í Kópavogi

Fjórtán aðilar hljóta á þessu ári styrk úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar vegna verkefna á þessu ári. Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, afhenti styrkina formlega við hátíðlega athöfn í Salnum í dag.

Verkefnin eru af ýmsum toga, svo sem fræðileg rannsókn og sýning um geðheilsu ungra karlmanna, Tónlistarhátíð unga fólksins í Kópavogi og söngkeppni Félags íslenskra söngkennara í Salnum. Auk þess hljóta kórar, myndlistarfélag, sögufélag, ljóðahópur og ritlistarhópur rekstrarstyrki.

Jafnframt hefur lista- og menningarráð ákveðið að efnt verði til áframhaldandi samstarfs og stuðnings við stjórnendur CYCLE, alþjóðlegu listahátíðarinnar, næstu tvö árin, en hátíðin hefur farið fram í Menningarhúsum Kópavogs sl. tvö ár, og hlotið mikið lof og athygli.

Auglýst var eftir umsóknum um styrki undir lok síðasta árs og bárust hátt í 20 umsóknir að þessu sinni. Lista- og menningarráð metur umsóknir en skv. úthlutunarreglum sjóðsins verða umsækjendur að sýna fram á gildi þeirra verkefna sem sótt er um á sviði lista- og menningarmála í Kópavogi.

Lista- og menningarsjóður er fjármagnaður með hlutfalli af útsvarsstofni en tilgangur sjóðsins er að auðga menningarlíf í Kópavogi.

Styrkir í einstök verkefni fá:

Stefán Ingvar Vigfússon: Rannsókn og sýning um geðheilsu ungra karlmanna. 180.000 kr.
Tónlistarhátíð unga fólksins í Kópavogi. 650.000 kr.
Camerarctica: Árlegir tónleikar í kirkjum bæjarins undir heitinu Mozart við kertaljós. 100.000 kr.
Félag Íslenskra söngkennara fyrir söngkeppni í Salnum. 400.000 kr.
Skólahljómsveit Kópavogs vegna 50 ára afmælis sveitarinnar. 500.000 kr. 

Rekstrarstyrki hljóta:

Sögufélag Kópavogs: 200.000 kr.
Samkór Kópavogs: 200.000 kr.
Ljóðahópur Gjábakka: 200.000 kr.
Karlakór Kópavogs: 200.000 kr.
Kvennakór Kópavogs: 200.000 kr.
Kór aldraðra, Söngvinir: 200.000 kr.
Myndlistarfélag Kópavogs: 200.000 kr.
Ritlistarhópur Kópavogs: 120.000 kr. 

Auk þess er gerður tveggja ára samningur við CYCLE, alþjóðlegu listahátíðina sem fram fer í Menningarhúsum Kópavogs, en hátíðin hlaut styrk upp á 4.000.000 kr. á síðasta ári.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem