Menningarstyrkir veittir í Kópavogi

Fjórtán aðilar hljóta á þessu ári styrk úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar vegna verkefna á þessu ári. Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, afhenti styrkina formlega við hátíðlega athöfn í Salnum í dag.

Verkefnin eru af ýmsum toga, svo sem fræðileg rannsókn og sýning um geðheilsu ungra karlmanna, Tónlistarhátíð unga fólksins í Kópavogi og söngkeppni Félags íslenskra söngkennara í Salnum. Auk þess hljóta kórar, myndlistarfélag, sögufélag, ljóðahópur og ritlistarhópur rekstrarstyrki.

Jafnframt hefur lista- og menningarráð ákveðið að efnt verði til áframhaldandi samstarfs og stuðnings við stjórnendur CYCLE, alþjóðlegu listahátíðarinnar, næstu tvö árin, en hátíðin hefur farið fram í Menningarhúsum Kópavogs sl. tvö ár, og hlotið mikið lof og athygli.

Auglýst var eftir umsóknum um styrki undir lok síðasta árs og bárust hátt í 20 umsóknir að þessu sinni. Lista- og menningarráð metur umsóknir en skv. úthlutunarreglum sjóðsins verða umsækjendur að sýna fram á gildi þeirra verkefna sem sótt er um á sviði lista- og menningarmála í Kópavogi.

Lista- og menningarsjóður er fjármagnaður með hlutfalli af útsvarsstofni en tilgangur sjóðsins er að auðga menningarlíf í Kópavogi.

Styrkir í einstök verkefni fá:

Stefán Ingvar Vigfússon: Rannsókn og sýning um geðheilsu ungra karlmanna. 180.000 kr.
Tónlistarhátíð unga fólksins í Kópavogi. 650.000 kr.
Camerarctica: Árlegir tónleikar í kirkjum bæjarins undir heitinu Mozart við kertaljós. 100.000 kr.
Félag Íslenskra söngkennara fyrir söngkeppni í Salnum. 400.000 kr.
Skólahljómsveit Kópavogs vegna 50 ára afmælis sveitarinnar. 500.000 kr. 

Rekstrarstyrki hljóta:

Sögufélag Kópavogs: 200.000 kr.
Samkór Kópavogs: 200.000 kr.
Ljóðahópur Gjábakka: 200.000 kr.
Karlakór Kópavogs: 200.000 kr.
Kvennakór Kópavogs: 200.000 kr.
Kór aldraðra, Söngvinir: 200.000 kr.
Myndlistarfélag Kópavogs: 200.000 kr.
Ritlistarhópur Kópavogs: 120.000 kr. 

Auk þess er gerður tveggja ára samningur við CYCLE, alþjóðlegu listahátíðina sem fram fer í Menningarhúsum Kópavogs, en hátíðin hlaut styrk upp á 4.000.000 kr. á síðasta ári.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn