Menntaskólinn í Kópavogi: 92 nemar útskrifast

Þann 19. desember voru brautskráðir 92 nemar frá Menntaskólanum í Kópavogi við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju. Alls 42 stúdentar, 30 iðnnemar, 11 nemar af skrifstofubraut, 6 úr hótelstjórnunarnámi og 3 úr meistaranámi matvælagreina.

Ný skólanámskrá

Í máli Margrétar Friðriksdóttur, skólameistara, kom fram að verið er að leggja lokahönd á nýja skólanámskrá sem kennsla hefst eftir næsta haust. Skólinn hefur nú meira frelsi í mótun námsbrauta jafnt í bóknámi sem verknámi og námstíminn verður styttur í 3 ár. Fjögur þróunarverkefni eru nú í gangi sem tengjast innleiðingu á nýrri skólanámskrá.

Umhverfisvika  í MK

Umhverfisdagar voru haldnir í september þar sem boðið var upp á fjölda atburða, fyrirlestra og kvikmyndasýninga sem tengdust efni vikunnar við miklar vinsældir. Fram kom í máli skólameistara að að hápunktur daganna var að skólinn hefur nú tekið upp fulla flokkun á sorpi sem er stórt verkefni í fjölþættum skóla.

MK er heilsuskóli

MK er þátttakandi í verkefninu „Heilsueflandi framhaldsskóli“ en því verkefni er stýrt af Landlæknisembættinu. Á yfirstandandi skólaári er sjónum beint að geðræktinni til að efla góðan starfsanda og stuðla að jákvæðum skólabrag. Á degi gegn einelti fór fram „góðan daginn“ dagurinn í MK þar sem nemendur og kennarar voru einstaklega vingjarnlegir og heilsuðust venju fremur. 

Níu erlend samstarfsverkefni

Fram kom að skólinn tekur nú þátt í níu mismunandi erlendum samstarfsverkefnum m.a. um notkun hugbúnaðar í stærðfræðikennslu, notkun á nýjum samfélagsmiðlum, sjálfbærni, frumkvöðlafræði og um vísindi og orku svo nokkuð sé nefnt. Kennarar og nemendur voru á ferð og flugi á haustönn auk þess sem gestkvæmt var í MK.

Góður námsárangur

Varaforseti bæjarstjórnar, Ólafur Þór Gunnarsson afhenti útskriftarnemum viðurkenningar úr Viðurkenningarsjóði MK sem stofnaður var af bæjarstjórn Kópavogs árið 1993. Þrír nemar hlutu viðurkenningu að þessu sinni: Nýstúdentarnir Friðrik Björn Kjartansson  og Ásgeir Ólafsson og nýsveinninn Sigurður Ágústsson.

 

Rótarýstyrkir

Rótarýklúbbur Kópavogs veitti nýstúdent Friðriki Birni Kjartanssyni verðlaun fyrir góðan árangur í raungreinum og Rótarýklúbburinn Borgir í Kópavogi veitti nýsveini í matreiðslu, Sigurði Ágústssyni, verðlaun fyrir góðan námsárangur í iðnnámi.

Verðlaunahafar með styrk frá Kópavogsbæ.
Verðlaunahafar með styrk frá Kópavogsbæ.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að