Menntaskólinn í Kópavogi: 92 nemar útskrifast

Þann 19. desember voru brautskráðir 92 nemar frá Menntaskólanum í Kópavogi við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju. Alls 42 stúdentar, 30 iðnnemar, 11 nemar af skrifstofubraut, 6 úr hótelstjórnunarnámi og 3 úr meistaranámi matvælagreina.

Ný skólanámskrá

Í máli Margrétar Friðriksdóttur, skólameistara, kom fram að verið er að leggja lokahönd á nýja skólanámskrá sem kennsla hefst eftir næsta haust. Skólinn hefur nú meira frelsi í mótun námsbrauta jafnt í bóknámi sem verknámi og námstíminn verður styttur í 3 ár. Fjögur þróunarverkefni eru nú í gangi sem tengjast innleiðingu á nýrri skólanámskrá.

Umhverfisvika  í MK

Umhverfisdagar voru haldnir í september þar sem boðið var upp á fjölda atburða, fyrirlestra og kvikmyndasýninga sem tengdust efni vikunnar við miklar vinsældir. Fram kom í máli skólameistara að að hápunktur daganna var að skólinn hefur nú tekið upp fulla flokkun á sorpi sem er stórt verkefni í fjölþættum skóla.

MK er heilsuskóli

MK er þátttakandi í verkefninu „Heilsueflandi framhaldsskóli“ en því verkefni er stýrt af Landlæknisembættinu. Á yfirstandandi skólaári er sjónum beint að geðræktinni til að efla góðan starfsanda og stuðla að jákvæðum skólabrag. Á degi gegn einelti fór fram „góðan daginn“ dagurinn í MK þar sem nemendur og kennarar voru einstaklega vingjarnlegir og heilsuðust venju fremur. 

Níu erlend samstarfsverkefni

Fram kom að skólinn tekur nú þátt í níu mismunandi erlendum samstarfsverkefnum m.a. um notkun hugbúnaðar í stærðfræðikennslu, notkun á nýjum samfélagsmiðlum, sjálfbærni, frumkvöðlafræði og um vísindi og orku svo nokkuð sé nefnt. Kennarar og nemendur voru á ferð og flugi á haustönn auk þess sem gestkvæmt var í MK.

Góður námsárangur

Varaforseti bæjarstjórnar, Ólafur Þór Gunnarsson afhenti útskriftarnemum viðurkenningar úr Viðurkenningarsjóði MK sem stofnaður var af bæjarstjórn Kópavogs árið 1993. Þrír nemar hlutu viðurkenningu að þessu sinni: Nýstúdentarnir Friðrik Björn Kjartansson  og Ásgeir Ólafsson og nýsveinninn Sigurður Ágústsson.

 

Rótarýstyrkir

Rótarýklúbbur Kópavogs veitti nýstúdent Friðriki Birni Kjartanssyni verðlaun fyrir góðan árangur í raungreinum og Rótarýklúbburinn Borgir í Kópavogi veitti nýsveini í matreiðslu, Sigurði Ágústssyni, verðlaun fyrir góðan námsárangur í iðnnámi.

Verðlaunahafar með styrk frá Kópavogsbæ.
Verðlaunahafar með styrk frá Kópavogsbæ.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér