Takk fyrir MK

mkmynd
Halla Björk Vigfúsdóttir, María Björnsdóttir og Karen Helenudóttir.

Að vera nýr nemandi í nýjum skóla getur verið erfitt. Sumir taka árið með stæl og komast inn með sínum sjarma en öðrum finnst erfitt að láta sinn sjarma skína. Sem betur fer var framhaldsskólavalið okkar MK og hefur sá skóli tekið okkur með opnum örmum. Í byrjun var traust okkar á skólanum lítið sem ekkert vegna þess að við heyrðum ýmsa hluti um hann sem töldust neikvæðir, við urðum stressaðar með val okkar og hugsuðum með okkur hvort við hefðum nokkuð valið rangt. En á aðeins einni önn vorum við sannfærðar um að MK væri okkar skóli. Skólinn sem tók okkur með opnum örmum, tók í hendur okkar og reisti okkur upp ef við duttum aftur á bak og gerði flest allt til að láta okkur líða vel. Það sem við viljum segja að lokum er: takk fyrir, MK.

Halla Björk Vigfúsdóttir, María Björnsdóttir og Karen Helenudóttir.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér