Að vera nýr nemandi í nýjum skóla getur verið erfitt. Sumir taka árið með stæl og komast inn með sínum sjarma en öðrum finnst erfitt að láta sinn sjarma skína. Sem betur fer var framhaldsskólavalið okkar MK og hefur sá skóli tekið okkur með opnum örmum. Í byrjun var traust okkar á skólanum lítið sem ekkert vegna þess að við heyrðum ýmsa hluti um hann sem töldust neikvæðir, við urðum stressaðar með val okkar og hugsuðum með okkur hvort við hefðum nokkuð valið rangt. En á aðeins einni önn vorum við sannfærðar um að MK væri okkar skóli. Skólinn sem tók okkur með opnum örmum, tók í hendur okkar og reisti okkur upp ef við duttum aftur á bak og gerði flest allt til að láta okkur líða vel. Það sem við viljum segja að lokum er: takk fyrir, MK.
Halla Björk Vigfúsdóttir, María Björnsdóttir og Karen Helenudóttir.