Takk fyrir MK

mkmynd
Halla Björk Vigfúsdóttir, María Björnsdóttir og Karen Helenudóttir.

Að vera nýr nemandi í nýjum skóla getur verið erfitt. Sumir taka árið með stæl og komast inn með sínum sjarma en öðrum finnst erfitt að láta sinn sjarma skína. Sem betur fer var framhaldsskólavalið okkar MK og hefur sá skóli tekið okkur með opnum örmum. Í byrjun var traust okkar á skólanum lítið sem ekkert vegna þess að við heyrðum ýmsa hluti um hann sem töldust neikvæðir, við urðum stressaðar með val okkar og hugsuðum með okkur hvort við hefðum nokkuð valið rangt. En á aðeins einni önn vorum við sannfærðar um að MK væri okkar skóli. Skólinn sem tók okkur með opnum örmum, tók í hendur okkar og reisti okkur upp ef við duttum aftur á bak og gerði flest allt til að láta okkur líða vel. Það sem við viljum segja að lokum er: takk fyrir, MK.

Halla Björk Vigfúsdóttir, María Björnsdóttir og Karen Helenudóttir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem