Menntun til máttar

karen 2014 3
Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Niðurstöður PISA sem nýverið voru gefnar út hafa hlotið verðskuldaða athygli. Þar sést að ef horft er til allra PISA mælinga frá upphafi, þá hefur íslenskum nemendum hrakað sem nemur hálfu ári á síðasta áratug.

Allir þurfa að horfa í eigin rann

Í nýustu PISA-rannsókninni var lögð áhersla á stærðfræðilæsi, lesskilning og náttúrufræðilæsi. Frammistaða íslenskra nemenda hefur versnað í öllum greinunum. Þetta eru afar mikilvæg skilaboð til skólayfirvalda. Það er nokkuð ljóst á að allir sem koma að skólahaldi á einhvern hátt; bæjaryfirvöld, kennarar, foreldrar og nemendur þurfa að horfa í eigin rann og velta fyrir sér hvað er að eiga sér stað, þó sé þess vert að geta að flest löndin sem voru með í síðustu sambærilegu könnun, árið 2003, sýna afturför líka.

Sérstaða Kópavogs

Í Kópavogi eru reknir níu grunnskólar. Rekstur skólanna er stærsti einstaki útgjaldaliður Kópavogsbæjar. Það hefur borið á umræðu um að eftir „hrun“ hafi miðstýring skólanna aukist. Slíkt var gert væntanlega til þess að auka á aðhald í rekstri. Í Kópavogi var iðkuð sú sérstaða að hér voru gerðir skólasamningar við hvern og einn skóla til að auka á fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Það var gert til þess að auka svigrúm skólanna til sérstöðu og ákveðinna verkefna. Slík stefna er  að mínu mati rétt þó svo að ég vilji jafnvel ganga enn lengra í framtíðinni og að við a.m.k ræddum kosti þess að reka hér einn grunnskóla á grundvelli „bókunar fimm“ líkt og á þeim rekstrargrundvelli sem t.d. Norðlingaholtsskóli í Reykjavík er rekinn á. Ég er einnig jákvæð gagnvart einkarekna rekst-raformi grunnskóla komi slíkt tækifæri upp. Slíkar fyrirmyndar höfum við til að mynda í Hjallastefnunni og Landakotsskóla. Með ólíku rekstrarformi má ná fram heilbrigðri samkeppni og aðhaldi milli grunnskóla, nemendum og kennurum til góða.

Nemendur eru viðskiptavinir

En skóli er ekki bara rekstrareining. Hann er þjónustustofnun þar sem að nemendur eru „viðskiptavinirnir.“ Það er okkar allra hagur að þjónustan sem veitt er sé sú besta sem fáanleg er. Til þess að slíkt gangi upp þurfum við að hafa bestu kennarana og bestu aðstæðurnar (ekki bara steypu, stóla og borð) til þess að nútímavæða börnin okkar og auðvelda miðlun efnis til þeirra. Það er ekki lengur svo að bókin, sögin og nálin sé það helsta sem skólar þurfa að einbeita sér að. Á tækniöld þarf að huga að annarskonar kennslu og aðstæðum. Börnin okkar munu án efa verða og eru mörg þeirra  nú þegar langt á undan kennurum og foreldrum í færni í tölvum,  tækni og verkmenntun. Breyttar þjóðfélagsaðstæður kalla á breytta og nýja kennsluhætti. Aðalnámskrá tekur mið af þessari þróun og þess vegna verðum við að gæta að þessum þætti sérstaklega vel á næstu misserum. Foreldrar verða vera vel vakandi gagnvart þeim tækifærum sem helst liggja í framtíð barna sinna hvað varðar menntunartækifæri og þurfa sveitafélögin að vera tilbúin til þess að takast á við annarsskonar menntunarþörf í framtíðinni.

Karen Elísabet Halldórsdóttir

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
skyndihjalp
umhverfi1
Arnþór Sigurðsson
Plokkað í Kópavogi
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Fj_lmenn0520145885
vatn
Árni Páll Árnason