• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Menntun til máttar

Menntun til máttar
ritstjorn
11/03/2014
karen 2014 3

Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Niðurstöður PISA sem nýverið voru gefnar út hafa hlotið verðskuldaða athygli. Þar sést að ef horft er til allra PISA mælinga frá upphafi, þá hefur íslenskum nemendum hrakað sem nemur hálfu ári á síðasta áratug.

Allir þurfa að horfa í eigin rann

Í nýustu PISA-rannsókninni var lögð áhersla á stærðfræðilæsi, lesskilning og náttúrufræðilæsi. Frammistaða íslenskra nemenda hefur versnað í öllum greinunum. Þetta eru afar mikilvæg skilaboð til skólayfirvalda. Það er nokkuð ljóst á að allir sem koma að skólahaldi á einhvern hátt; bæjaryfirvöld, kennarar, foreldrar og nemendur þurfa að horfa í eigin rann og velta fyrir sér hvað er að eiga sér stað, þó sé þess vert að geta að flest löndin sem voru með í síðustu sambærilegu könnun, árið 2003, sýna afturför líka.

Sérstaða Kópavogs

Í Kópavogi eru reknir níu grunnskólar. Rekstur skólanna er stærsti einstaki útgjaldaliður Kópavogsbæjar. Það hefur borið á umræðu um að eftir „hrun“ hafi miðstýring skólanna aukist. Slíkt var gert væntanlega til þess að auka á aðhald í rekstri. Í Kópavogi var iðkuð sú sérstaða að hér voru gerðir skólasamningar við hvern og einn skóla til að auka á fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Það var gert til þess að auka svigrúm skólanna til sérstöðu og ákveðinna verkefna. Slík stefna er  að mínu mati rétt þó svo að ég vilji jafnvel ganga enn lengra í framtíðinni og að við a.m.k ræddum kosti þess að reka hér einn grunnskóla á grundvelli „bókunar fimm“ líkt og á þeim rekstrargrundvelli sem t.d. Norðlingaholtsskóli í Reykjavík er rekinn á. Ég er einnig jákvæð gagnvart einkarekna rekst-raformi grunnskóla komi slíkt tækifæri upp. Slíkar fyrirmyndar höfum við til að mynda í Hjallastefnunni og Landakotsskóla. Með ólíku rekstrarformi má ná fram heilbrigðri samkeppni og aðhaldi milli grunnskóla, nemendum og kennurum til góða.

Nemendur eru viðskiptavinir

En skóli er ekki bara rekstrareining. Hann er þjónustustofnun þar sem að nemendur eru „viðskiptavinirnir.“ Það er okkar allra hagur að þjónustan sem veitt er sé sú besta sem fáanleg er. Til þess að slíkt gangi upp þurfum við að hafa bestu kennarana og bestu aðstæðurnar (ekki bara steypu, stóla og borð) til þess að nútímavæða börnin okkar og auðvelda miðlun efnis til þeirra. Það er ekki lengur svo að bókin, sögin og nálin sé það helsta sem skólar þurfa að einbeita sér að. Á tækniöld þarf að huga að annarskonar kennslu og aðstæðum. Börnin okkar munu án efa verða og eru mörg þeirra  nú þegar langt á undan kennurum og foreldrum í færni í tölvum,  tækni og verkmenntun. Breyttar þjóðfélagsaðstæður kalla á breytta og nýja kennsluhætti. Aðalnámskrá tekur mið af þessari þróun og þess vegna verðum við að gæta að þessum þætti sérstaklega vel á næstu misserum. Foreldrar verða vera vel vakandi gagnvart þeim tækifærum sem helst liggja í framtíð barna sinna hvað varðar menntunartækifæri og þurfa sveitafélögin að vera tilbúin til þess að takast á við annarsskonar menntunarþörf í framtíðinni.

Karen Elísabet Halldórsdóttir

Efnisorð
Aðsent
11/03/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.