Merkilegt Búddamannvirki í Hádegishólum

Það er ýmislegt merkilegt hægt að skoða í Kópavogi. Í daglegum göngutúr útsendara Kópavogsblaðsins rakst hann á merkilegt Búddamannvirki í Hádegishólum í Fífuhvammi rétt hjá Lindakirkju. Stúban er byggð samkvæmt tíbeskum hefðum og reglum. Elstu tegundir tilbeiðslustaða búddadóms eru svokallaðar stúbur sem eru litlar byggingar reistar til að minna á Búdda og kenningar hans. Stúbur eru forn asísk mannvirki sem upphaflega voru reist sem minnisvarði um fornar hetjudáðir. Aðalhvatamaður byggingarinnar var Þórhalla Björnsdóttir og hafði hún um margra ára skeið dvalið meðal tíbetskra flóttamanna á Indlandi. Þórhalla naut aðstoðar listamanna frá Íslandi, Tíbet, Nepal, Indlandi og Ungverjalandi. Í heildina kom á annað hundrað manns af ólíku þjóðerni og trú að gerð stúpunnar. Stúpunni er ætlað að höfða til hins jákvæða í manninum, friðar, visku og kærleiks.

Stúba þýðir í sanskrít að hlaða upp og má líkja því við þann leiðastika sem íslenskar vörður eru.

Búddistafélag Íslands reisti stúbuna í Hádegishólum og er hún notuð af þeim við mörg hátíðleg tækifæri.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn