Merkilegt Búddamannvirki í Hádegishólum

Það er ýmislegt merkilegt hægt að skoða í Kópavogi. Í daglegum göngutúr útsendara Kópavogsblaðsins rakst hann á merkilegt Búddamannvirki í Hádegishólum í Fífuhvammi rétt hjá Lindakirkju. Stúban er byggð samkvæmt tíbeskum hefðum og reglum. Elstu tegundir tilbeiðslustaða búddadóms eru svokallaðar stúbur sem eru litlar byggingar reistar til að minna á Búdda og kenningar hans. Stúbur eru forn asísk mannvirki sem upphaflega voru reist sem minnisvarði um fornar hetjudáðir. Aðalhvatamaður byggingarinnar var Þórhalla Björnsdóttir og hafði hún um margra ára skeið dvalið meðal tíbetskra flóttamanna á Indlandi. Þórhalla naut aðstoðar listamanna frá Íslandi, Tíbet, Nepal, Indlandi og Ungverjalandi. Í heildina kom á annað hundrað manns af ólíku þjóðerni og trú að gerð stúpunnar. Stúpunni er ætlað að höfða til hins jákvæða í manninum, friðar, visku og kærleiks.

Stúba þýðir í sanskrít að hlaða upp og má líkja því við þann leiðastika sem íslenskar vörður eru.

Búddistafélag Íslands reisti stúbuna í Hádegishólum og er hún notuð af þeim við mörg hátíðleg tækifæri.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar