Merkilegt Búddamannvirki í Hádegishólum

Það er ýmislegt merkilegt hægt að skoða í Kópavogi. Í daglegum göngutúr útsendara Kópavogsblaðsins rakst hann á merkilegt Búddamannvirki í Hádegishólum í Fífuhvammi rétt hjá Lindakirkju. Stúban er byggð samkvæmt tíbeskum hefðum og reglum. Elstu tegundir tilbeiðslustaða búddadóms eru svokallaðar stúbur sem eru litlar byggingar reistar til að minna á Búdda og kenningar hans. Stúbur eru forn asísk mannvirki sem upphaflega voru reist sem minnisvarði um fornar hetjudáðir. Aðalhvatamaður byggingarinnar var Þórhalla Björnsdóttir og hafði hún um margra ára skeið dvalið meðal tíbetskra flóttamanna á Indlandi. Þórhalla naut aðstoðar listamanna frá Íslandi, Tíbet, Nepal, Indlandi og Ungverjalandi. Í heildina kom á annað hundrað manns af ólíku þjóðerni og trú að gerð stúpunnar. Stúpunni er ætlað að höfða til hins jákvæða í manninum, friðar, visku og kærleiks.

Stúba þýðir í sanskrít að hlaða upp og má líkja því við þann leiðastika sem íslenskar vörður eru.

Búddistafélag Íslands reisti stúbuna í Hádegishólum og er hún notuð af þeim við mörg hátíðleg tækifæri.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér