Merkilegt Búddamannvirki í Hádegishólum

Það er ýmislegt merkilegt hægt að skoða í Kópavogi. Í daglegum göngutúr útsendara Kópavogsblaðsins rakst hann á merkilegt Búddamannvirki í Hádegishólum í Fífuhvammi rétt hjá Lindakirkju. Stúban er byggð samkvæmt tíbeskum hefðum og reglum. Elstu tegundir tilbeiðslustaða búddadóms eru svokallaðar stúbur sem eru litlar byggingar reistar til að minna á Búdda og kenningar hans. Stúbur eru forn asísk mannvirki sem upphaflega voru reist sem minnisvarði um fornar hetjudáðir. Aðalhvatamaður byggingarinnar var Þórhalla Björnsdóttir og hafði hún um margra ára skeið dvalið meðal tíbetskra flóttamanna á Indlandi. Þórhalla naut aðstoðar listamanna frá Íslandi, Tíbet, Nepal, Indlandi og Ungverjalandi. Í heildina kom á annað hundrað manns af ólíku þjóðerni og trú að gerð stúpunnar. Stúpunni er ætlað að höfða til hins jákvæða í manninum, friðar, visku og kærleiks.

Stúba þýðir í sanskrít að hlaða upp og má líkja því við þann leiðastika sem íslenskar vörður eru.

Búddistafélag Íslands reisti stúbuna í Hádegishólum og er hún notuð af þeim við mörg hátíðleg tækifæri.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem