Merkingarlaus Kópavogur?

"Gangi þér vel."
„Gangi þér vel.“

Nýlega fundust villtir ferðalangar hjá Búddastyttunni við Lindakirkju; slæptir, tættir og úrkula vonar. Þeir voru að leita að Salarlauginni en höfðu ekki fundið hana. Engar merkingar eru í Kópavogi um hvar laugina er að finna. Skilti til að leiðbeina ferðamönnum um bæinn eru sjaldséð og torskilin. Góður Kópavogsbúi vísaði ferðamönnunum veginn og hafði samband við Kópavogsfréttir til að vekja athygli á merkingarleysinu í bænum.

Heyrst hefur að ferðalangar hafi endað í húsagörðum Kópavogsbúa, gjörsamlega rammvilltir eftir að hafa ætlað að hlaupa úr Fossvogsdal yfir í Kópavogsdal. Ferðamönnum fjölgar sem nýta sér göngu- og hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu og það vantar skilti til að vísa til vegar.

„Hvar er sundlaugin,“ er yfirleitt það fyrsta sem ferðamenn spyrja sig að, eða: „Hvar get ég gist, keypt ís eða tjaldað?“  Ef ferðamenn ná að rata um bæinn þá er ekki víst að þeir rekist á miðbæinn okkar, Hamraborgina, nema nota GPS eða ráða í ferðir himintunglanna. Skiltin eru fá sem vísa vegfarendum veginn á einfaldan hátt.

Annar lesandi hafði samband og sagðist hafa gríðarlega góða bissnesshugmynd, sem væri að búa til ratleik í bænum. Planta ferðamönnum einhvers staðar í Kópavogi og láta þá keppa um hver verði fyrstur til að rata í eitthvað fyrirtæki í Smiðjuhverfi, til dæmis.  „Þetta yrði svona „Amazing Race in Kópavogur,“ sagði hinn kankvísi lesandi og bætti því við að leikurinn gæti þó dregist á langinn því það væri vonlaust fyrir ferðamenn að rata um bæinn.

Ratar þú í Kópavogi?  Örstutt könnun hér til hægri á síðunni ====>

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn