Mesta fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er í Kópavogi.

Vart þverfótað fyrir Kópavogsbúum á Rútstúni 17. júní.
Vart þverfótað fyrir Kópavogsbúum á Rútstúni 17. júní.

Kópavogsbúum fjölgaði mest af íbúum höfuðborgarsvæðisins ef mið er tekið af tölum Hagstofunnar sem ná frá 1. júlí í fyrra til 1. júlí í ár.  Blaðið Reykjavík greinir frá þessu. 740 manns bættust í hóp kátra Kópavogsbúa, sem er 2,36% aukning frá því í fyrra. Samtals eru Kópavogsbúar nú 32.130 manns.  Það eru 4.590 handboltalið eða 2.921 fótboltalið.

Fjölgun hefur orðið í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðins frá því í fyrra. Næst mesta fjölgunin varð í Hafnarfirði, sem kemst þó varla með tærnar þar sem Kópavogur er með hælana. Hlutfallsleg fjölgun í Hafnarfirði varð 1,61% – um 430 manns, eða jafn mikið og 39 fótboltalið.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem