Metþátttaka í Okkar Kópavogi

Eftirlitsmyndavélar í Lindahverfi er meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu áfram í kosningum í verkefninu Okkar Kópavogur. Meðal annars sem íbúar kusu má nefna  rathlaupabraut í Fossvogi, körfuboltavöll við Hörðuvallaskóla, hjólastæði við Smáraskóla og leiktæki á Rútstúni.  

Metþátttaka var í kosningunum, sem stóðu frá 25.janúar til 5. febrúar, eða 18% sem er mesta þátttaka sem hefur verið í sambærilegum kosningum á Íslandi. Hlutfallslega flestir kusu í Linda- og Salahverfi eða 24%.

Alls hlutu 37 hugmyndir brautargengi en 200 milljónum verður varið í verkefnin. Framkvæmd þeirra hefjast í vor en lýkur á næsta ári.

Rúmlega 5.000 manns tóku þátt í kosningunni sem er 18% Kópavogsbúa 16 ára og eldri. Tæplega 60% þátttakenda voru konur, ríflega 40% karlar. Þátttekendur á aldrinum 31-40 voru fjölmennastir, 1.558 eða eða 31%, fast á hæla fylgdi aldurshópurinn 41-50 eða 1.531. 

Síðast þegar kosið var í Okkar Kópavogi tóku 3.500 manns þátt eða 12,5% þeirra sem hafa kosningarétt. Kjósendum fjölgar þannig um ríflega 1.500 manns eða 43%.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér