• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum
ritstjorn
02/12/2020

550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið til kynningar. Skipulagssvæðið afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 í norður. 

Hálsatorg eins og það lítur út í dag.
Hálsatorg mun taka stakkaskiptum. Mynd: PK arkitektar.

Samkvæmt breytingunni verður svæðið skilgreint sem nýtt þróunarsvæði eða þéttingarsvæði og gert ráð fyrir verslun, þjónustu og íbúðum á svæðinu. 

Gömlu bæjarskrifstofur Kópavogs að Fannborg 2, 4 og 6 verða rifnar til að rýma fyrir nýju húsnæði og sama á við um hús við Vallartröð og Neðstutröð. Fyrirhugað er að nýjar íbúðir verði í fjölbreyttum stærðum og þær minnstu verði hægt að kaupa bæði án bílastæðis og geymslu. Nýju húsin verða á bilinu ein til tólf hæðir og verða öll bílastæði neðanjarðar. 

Sólartorgið fyrir breytingar.
Íbúar hafa hvatt til þess að Sólartorginu verði gert hátt undir höfði í uppbyggingu og í tillögunni er tekið undir þær ábendingar. Mynd: PK arkitektar.
Í dag er þetta svæði undirlagt bílum. Mynd: Onno.
Þar sem nú er bílastæði kemur skemmtilegt torg. Mynd: PK arkitektar.
Neðstatröð. Hér mun ný göngu- og hjólagata liggja. Mynd: Onno.
Svipað sjónarhorn og á myndinni fyrir ofan af Neðstatröð. Þetta verður „Miðbæjarásinn“. Ný göngu- og hjólagata mun liggja eftir miðju svæðinu. Mynd: PK arkitektar.

Svonefndur mannlífsás, gata fyrir gangandi og hjólandi, mun liggja frá menningarhúsum Kópavogs alla leið að Kópavogsskóla, milli núverandi fjölbýlishúsa sem standa við Hamraborg og nýju húsanna. Gert er ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð nýju húsanna. Áhersla verður lögð á að skapa aðlaðandi umhverfi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, og nýta kosti umhverfisins og staðsetningar í miðbæ Kópavogs. Í næsta nágrenni er ein stærsta skiptistöð Strætó á höfuðborgarsvæðinu og þar munu tvær leiðir Borgarlínu stoppa. Þá eru Menningarhús Kópavogs og stjórnsýsla Kópavogsbæjar innan seilingar auk þess að margvíslega þjónustu er að finna í Hamraborg og næsta nágrenni.

Mannlífsásinn. Það þarf fólk til að skapa mannlíf og sú hugsun er í fyrirrúmi í tillögunni. Mynd: PK arkitektar.

„Hamraborgarsvæðið er afar vel staðsett á höfuðborgarsvæðinu og mikil tækifæri til þéttingar og endurnýjunar á þessu svæði. Við munum leggja áherslu á gott umhverfi fyrir iðandi mannlíf og þjónustu, íbúðir verða af ýmsum stærðum og gerðum en munu meðal annars henta vel þeim sem kjósa bíllausan lífstíl og vilja hafa alla þjónustu í göngufjarlægð,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Þess má geta að aðalskipulag fyrir svonefndan Traðarreit eystri hefur verið samþykkt en á honum munu rísa fjölbýlishús með 180 íbúðum samtals. Sá reitur er á milli Menntaskólans í Kópavogi og Kópavogsskóla.

Digranesvegur í dag. Mynd: Onno.
Digranesvegur eftir breytingarnar. Mynd: PK arkitektar.

Kynningarfundur um nýtt skipulag miðbæjar Kópavogs og fyrirhugaða uppbyggingu verður haldinn í desember. Fundinum verður streymt og verður hægt að leggja fyrir spurningar á meðan honum stendur. Að loknum fundi verður upptaka af honum gerð aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar. Dagsetning fundarins verður auglýst þegar hún liggur fyrir. 

Efnisorðfeaturedhamraborgskipulag
Fréttir
02/12/2020
ritstjorn

Efnisorðfeaturedhamraborgskipulag

Meira

  • Lesa meira
    Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók

    Í Smárahverfinu býr parið Ísak og Gréta María en þau eru að vinna að verkefni sem heitir...

    Auðun Georg Ólafsson 16/12/2020
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
  • Lesa meira
    Lesið fyrir hunda

    Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, hefur síðustu árin boðið börnum að lesa fyrir hunda...

    ritstjorn 25/08/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“
    Fréttir25/09/2020
  • Við erum öll barnavernd
    Aðsent24/09/2020
  • Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi
    Aðsent24/09/2020
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.