Midpunkt, listamannarými í Hamraborg fékk hæsta styrkinn

Styrkþegar ásamt lista- og menningarráði og forstöðumanni menningarmála í Kópavogi. Mynd/Kópavogsbær.

Sextíu og fimm umsóknir bárust lista- og menningarráði Kópavogs í sjóð sem ráðið úthlutar úr árlega. Um er að ræða 50% aukningu umsókna frá því árinu áður, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar kemur fram að alls hlutu tuttugu umsækjendur styrk úr sjóðnum, en sjóðurinn hefur yfir að ráð um 63 milljónum króna. Markmið styrkjanna er að stuðla að eflingu menningar- og listalífs í Kópavogi.

Hæsti styrkur ráðsins, 4,5 milljónir króna, kom í hlut Midpunkts, listamannarýmis sem nýlega var opnað við Hamraborg, en rekstaraðilar þess hafa skipulagt metnaðarfulla sýninga- og viðburðadagskrá fram til febrúar 2020. Þá samþykkti lista- og menningarráði að kaupa vegglistaverk eftir Theresu Himmer sem sett verður upp á Hálsatorgi við Digranesveg í vor.

Aðrir sem hlutu styrk á bilinu kr. 900.000 til 600.000 voru þessir:

Garðurinn, afmælissýning Gerðarsafns, Tónleikaröð kennara við Tónlistarskóla Kópavogs og rithöfundaheimsóknir og teikningasýning í Bókasafni Kópavogs.

Styrki á bilinu 500.000 til 300.000  hlutu  Da Capo,  viðtalstónleikaröð Gunnars Guðbjörnssonar í Salnum,  Jazz tónleikaröð Sunnu Gunnlaugsdóttur í Salnum, Sumartónleikaröð Salarins í tilefni af 20 ára afmæli Salarins og Reynir Hauksson vegna flamengotónleika og heimsókna í grunnskóla Kópavogs.  

Styrkir sem námu undir kr. 250.000 komu í hlut Sigurrósar Guðbjargar Björnsdóttur, félagasamtökunum in Projekt Polska, Hannesar Þ. Guðrúnarsonar og Töframáttar tónlistar. Auk þess hlutu ýmsir menningarhópar sem starfa innan bæjarins starfsstyrki fyrir árið 2019 og 2020, sem nema á bilinu 100-250.000 króna hvort árið um sig. Þetta eru Ljóðahópurinn Gjábakka, Sögufélag Kópavogs, Samkór Kópavogs, Söngvinir – kór aldraðra, Karlakór Kópavogs, Kvennakór Kópavogs og Ritlistarhópur Kópavogs. 

Úr sjóði lista- og menningarráðs var einnig veitt kr. 3.500.000 til listaverkakaupa Gerðarsafns, kr. 3.500.000 til Tíbrár tónleikaraðar Salarins og kr. 1.700.000 til ljóðahátíðar sem kennd er við Jón úr Vör. Þá er Leikfélag Kópavogs, með rekstrarsamning við ráðið auk þess sem ráðið styrkir árlega bæjarlistamann Kópavogs.

Lista- og menningarráð samþykkti að leggja til á þessu ári rúmar 10 milljónir króna til reglubundinnar viðburðadagskrár Menningarhúsanna í Kópavogi, sem er Fjölskyldustundir á laugardögum, Menning á miðvikudögum,  Barnamenningarhátíð, Safnanótt, og Menning fyrir alla.

Þá stendur sjóðurinn straum að kostnaði vegna hátíðardagskrár á þjóðhátíðardaginn og aðventuhátíðar bæjarins í desember.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér