Mikil gróska í Taekwando hjá HK.

Hin Finnska Suvi Mikkonen, sem er ein allra fremsta Taekwondo-kona heims, og þjálfari hennar, Jesus Ramala, komu í heimsókn til landsins og voru með æfingarbúðir fyrir Taekwondodeild HK á dögunum. Suvi hefur unnið marga titla á stórum Evrópumótum og Ólympíuleikunum. Öllum Taekwondo iðkendum HK og öðrum Taekwondo félögum landsins var boðið að taka þátt í æfingabúðunum.

Hin Finnska Suvi Mikkonen, ein allra fremsta Taekwondo-kona heims og þjálfari hennar, Jesus Ramala, komu í heimsókn til landsins og voru með æfingarbúðir fyrir Taekwondodeild HK.
Hin Finnska Suvi Mikkonen, ein allra fremsta Taekwondo-kona heims og þjálfari hennar, Jesus Ramala, komu í heimsókn til landsins og voru með æfingarbúðir fyrir Taekwondodeild HK.

Æfingahelgin heppnaðist mjög vel, en rúmlega 110 iðkendur mættu og fylltu íþróttahús Snælandsskóla. Jákvæð og skemmtileg stemming einkenndi andann þar sem yngri og eldri iðkendur tókust á við leik og fjölbreytilegar æfingar, ásamt uppbyggilegum umræðum. Meistari Sigursteinn Snorrason hélt faglega utan um alla umgjörð ásamt flottum svartbeltingum sem sáu um túlkun og hjálpuðust á við að aðstoða þau yngstu.

Suvi Mikkonen og Jesus Ramala, þjálfari hennar.
Suvi Mikkonen og Jesus Ramala, þjálfari hennar.

Það er mikil gróska í Taekwondo deild HK sem stækkar jafnt og þétt á milli ára. Deildin er ung en býr yfir miklum krafti frábæra iðkanda, góðum stuðning foreldra sem standa þétt við starfið.  Æfingar fara fram á þrem stöðum í kóparvogi: íþróttahúsi Snælandsskóla, íþróttahúsi Kór og íþróttahúsi Digranesskóla.

gur hópu
Framtíðar Taekwondo meistarar hjá HK.

Nánari upplýsingar:
www.hk.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn