Fræðslukvöld fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra.

Fyrsti fundurinn var miðvikudaginn 22. maí og fylltist hann hratt eftir að upplýsingapóstur var sendur til foreldra en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. 

Annar fundurinn verður haldinn 29. maí og fylltist sömuleiðis á hann á innan við klukkutíma.

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf flytur erindi og ræðir við foreldra á fræðslufundinum sem er foreldrum að endurgjaldslausu. 

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

„Við erum stolt af því að bjóða foreldrum og forsjáraðilum upp á fræðslu og skjót viðbrögð þeirra og mikill áhugi sýna að það er mikil eftirspurn eftir fræðslu,“ segir Sigurlaug Bjarnadóttir deildarstjóri leikskóladeildar hjá Kópavogsbæ.

Stefnt er á að halda fleiri fræðslukvöld fljótlega og verður áfram sá háttur hafður á að senda upplýsingapóst um fundi í gegnum leikskólakerfið Völu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

2013-09-15-1778
Lestrarleikur
Séð yfir hluta Vatnsenda.
Guðmundur Þorkelsson
Gísli Baldvinsson
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
CGFC-9-copy
IMG_1687
Alfholsskoli