Mildir tónar í janúarhádegi í Salnum

Svava, Elísabet og Guðrún.

Fyrstu hádegistónleikar ársins verða núna á miðvikudaginn kl. 12:15 í Salnum. Mildir og ljúfir tónar í flutningi Kársnestríósins munu leiða okkur inn í nýja árið. Tríóið skipa þær Guðrún Birgisdóttir á flautu, Elísabet Waage á hörpu og Svava Bernharðsdóttir á víólu. Á efnisskrá tónleikanna er Dans góðu andanna úr óperunni Orfeus og Evridís eftir Christoph Willibald Gluck og Sónata fyrir flautu, víólu og hörpu eftir Claude Debussy.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Líttu inn í hádeginu sem hóf göngu sína haustið 2012 í Salnum undir listrænni stjórn Guðrúnar Birgisdóttur. Tónleikarnir hefjast kl. 12:15 og standa yfir í hálftíma. Tónleikagestum er boðið upp á kaffi og te fyrir tónleika.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar