Mildir tónar í janúarhádegi í Salnum

Svava, Elísabet og Guðrún.

Fyrstu hádegistónleikar ársins verða núna á miðvikudaginn kl. 12:15 í Salnum. Mildir og ljúfir tónar í flutningi Kársnestríósins munu leiða okkur inn í nýja árið. Tríóið skipa þær Guðrún Birgisdóttir á flautu, Elísabet Waage á hörpu og Svava Bernharðsdóttir á víólu. Á efnisskrá tónleikanna er Dans góðu andanna úr óperunni Orfeus og Evridís eftir Christoph Willibald Gluck og Sónata fyrir flautu, víólu og hörpu eftir Claude Debussy.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Líttu inn í hádeginu sem hóf göngu sína haustið 2012 í Salnum undir listrænni stjórn Guðrúnar Birgisdóttur. Tónleikarnir hefjast kl. 12:15 og standa yfir í hálftíma. Tónleikagestum er boðið upp á kaffi og te fyrir tónleika.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem