Minningarmót: Styrktarmót íþrótta- og afrekssviðs GKG

GKG

Nú er búið að opna fyrir skráningu á Minningarmóti GKG næstkomandi laugardag. Verðlaunin eru glæsileg og allur ágóði fer til styrktar afrekstarfi GKG.

Mótið er haldið til minningar um fallna félaga í GKG.

Síðustu ár hefur afreks- og íþróttastarf GKG gengið frábærlega. Afrakstur þessa starfs eru margir titlar og fjöldi öflugra kylfinga. GKG varð til að mynda íslandsmeistari í sveitakeppni kvenna sem tryggði GKG þátttökurétt í European Ladies Team Trophy. Það mót verður haldið í Búlgaríu 26. til 28. september og eðlilega fylgir talsverður kostnaður þátttöku í slíku móti. Minningarmótið er stór liður fjáröflunar fyrir þetta góða starf.

Í mótinu verður sérstaklega heiðruð minning þeirra Jóns Ólafssonar og Ólafs E. Ólafssonnar, sem báðir létust óvænt og skyndilega í blóma lífsins. Báðir áttu drjúgan þátt í að gera GKG að því sem klúbburinn er í dag.

Jón Ólafsson.
Jón Ólafsson.

Jón fæddist 15. maí 1947 og lést 19. júní 2008.
Hann sat í stjórn GKG 2000-2006 og var formaður afreksnefndar öll 7 árin. Hann var liðsstjóri sveitar GKG í fyrstu deild karla þegar sveitin varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2004. Þá var hann fyrirliði og keppandi í sveit GKG í öldungasveitarkeppni GSÍ um árabil.
Jón tók við formennsku í LEK, Landssambandi eldri kylfinga nokkrum mánuðum áður en hann féll frá.

Ólafur E. Ólafsson.
Ólafur E. Ólafsson.

Ólafur fæddist 6. mars 1958 og lést 17. maí 2012.

Hann sat í stjórn klúbbsins 2003-2004 og sinnti einkum markaðs-, kynningar- og fjáröflunarmálum.
Ólafur varð framkvæmdastjóri GKG frá haustinu 2007. Hann lést er hann var við golfleik á 15. flöt Leirdalsvallar. Ólafur fékk hjartaáfall og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Ólafur var aðeins 53 ára að aldri.

Mótið er punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar. Hámarksforgjöf karla er 24 og hámarksforgjöf kvenna er 28.
Í mótinu mega þátttakendur leika af aftari teigum og breytist leikforgjöf í samræmi við það. Leikmenn verða að tilkynna slíkt áður en leikur hefst.

Glæsileg verðlaun verða í mótinu fyrir efstu sætin í punktakeppni og efstu sætin í höggleik og verður verðlaunum raðað upp þegar nær dregur móti:
Punktakeppni
1. sæti
• Flugfarseðill fyrir einn til einhvers af áfangastöðum Icelandair í Evrópu*
• Prentari frá Optima
• 3 kassar af Egils gosi
2. sæti
• Ecco skór
• Ostakarfa frá MS
• 2 kassar af Egils gosi
3. sæti
• 15 þúsund króna inneign hjá Intersport
• Íþróttataska
• 1 Kassi af Egils gosi
Höggleikur
1. sæti
• iPad mini
• Taska fyrir iPad mini
• Prentari frá Optima
• 3 kassar af Egils gosi
2. sæti
• Ecco Skór
• Ostakarfa frá MS
• 2 kassar af Egils gosi
3. sæti
• 15 þúsund króna inneign hjá Intersport
• Íþróttataska
• 1 kassi af Egils gosi

Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum.

Dregið verður úr skorkortum við verðlaunaafhendinguna, þeir sem eru dregnir út verða að vera á staðnum til að hljóta vinninginn.
Verð í mótið er kr. 4.500 og rennur mótsgjald óskipt til íþrótta, afreks og unglingamála GKG.
Ath. Leikmenn verða að hafa virka forgjöf til að geta unnið til verðlauna

*Gjafabréfið gildir sem greiðsla á fargjaldi (ekki sköttum eða öðrum gjöldum) á Economy fargjaldafjölskyldu í beinu áætlanaflugi til allra áfangastaða Icelandair í Evrópu.

www.gkg.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kópavogur
Orri
Rennsli-13-3-IMG_8548
Hjalmar_Hjalmarsson
lk_newlogolarge
Theodora
Orri-1
Þríhnúkagígur.
Guðmundur Geirdal