Minningarskjöldur um systkinin frá Hvammkoti afhjúpaður

1010089_665976900128619_772880597_n

Um 150 manns tóku þátt í minningarathöfn um systkinin frá Hvammkoti sem haldin var við Kópavogslæk um helgina. Tvö systkinanna á unglingsaldri drukknuðu í læknum á leið sinni frá Reykjavík árið 1874. Þriðja systkinið, stúlka, sem var með í för komst af við illan leik. Við athöfnina var afhjúpaður minninarskjöldur um atburðinn.

Athöfnin hófst á því að Frímann Ingi Helgason, stjórnarmaður í Sögufélagi Kópavogs, bauð gesti velkomna. Arnhildur Jónsdóttir leikkona las kvæði Matthíasar Jochumssonar Börnin frá Hvammkoti og Sr. Gunnar Sigurjónsson prestur í Digraneskirkju flutti ávarpsorð og fjallaði um atburðinn.

Minningarskjöldurinn var svo afhjúpaður af þeim frændsyskinum Árna Sigurðssyni og Þórunni Önnu Sigurðardóttur, en langamma þeirra Sigríður Elísabet Árnadóttir var sú systkinanna frá Hvammkoti sem komst lífs úr læknum.
Að lokinni afhjúpun skjaldarins var boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili Digraneskirkju, þar las sr. Gunnar Sigurjónsson ljóð Þorbjargar Daníelsdóttur 1. maí 1997 og Ásgeir Jóhannesson las kafla úr minningargrein Vilmundar Jónssonar landlæknis um Sigríði Elísabetu Árnadóttur.

1972537_665976903461952_1908448468_n 1925236_665976730128636_2066859884_n 1925236_665976730128636_2066859884_n (1) 1901740_665976863461956_325152262_n 10004018_665976893461953_1912383822_n 1798803_665976890128620_1140033963_n 1743681_665976913461951_1781893165_n

 

Nánar á vef Sögufélags Kópavogs, vogur.is. Myndirnar eru fengnar af vef Sögufélagsins á Facebook:

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð