Minnismerki um hörmulegt slys við Kópavogslæk afhjúpað á morgun

140 ár eru liðin frá hörmulegu slysi við Kópavogslæk.

Sunnudaginn 1. mars 1874 fóru 3 ungmenni, börn Árna bónda Björnssonar á Hvammkoti í Seltjarnarneshreppi (síðar Fífuhvammur í Kópavogshreppi), til kirkju í Reykjavík, meðfram til að fylgja Steinþóru Þorkelsdóttur frænku sinni sem gekk til prestsins. Systkinin voru Þórunn (f. 27. 9. 1855), Sigríður Elísabet (f. 14. 6. 1858) og Árni (f. 17. 1. 1859).

Leysing var áköf um daginn og hafði Kópavogslækur vaxið mikið. Þegar börnin komu að honum á heimleiðinni var mikill straumur í honum, orðið áliðið dags og dimmt. Freistuðust þau til að komast yfir hann á broti sem þeim þótti tiltækilegast og leiddust, pilturinn á undan, yngri stúlkan næst og eldri stúlkan síðust. Þau óðu lækinn í hné og drengurinn sm gekk á undan hafði staf í hendi, en í miðjum læknum missti hann fótanna og datt, því hált var í botninum. Straumurinn reif hann þegar með sér og ætlaði þá yngri stúlkan að grípa til hans, en missti þá einnig fótanna og að líkindum hin stúlkan eins. Yngri stúlkan komst upp
úr læknum og gat kallað til hjálp, en það var um seinan, eldri stúlkan fannst við jaka í læknum langt frá þeim stað sem þau ætluðu að vaða yfir og lík drengsins fannst daginn eftir ennþá neðar. Allar lífgunartilraunir voru árangurslausar.

Að minnsta kosti þrjú kvæði voru ort um slysið árið 1874 og birt í fréttablöðum. Eitt þeirra er kvæði Matthíasar Jochumsonar „Börnin frá Hvammkoti“ í Þjóðólfi 30. júní 1874.

Nánari umfjöllun má sjá á vefsíðu Sögufélags Kópavogs: www.vogur.is

Í tilefni af því að laugardaginn 1. mars 2014 verða 140 ár liðin frá slysinu mun Sögufélag Kópavogs og Kópavogsbær minnast þess með athöfn við lækinn kl. 13:00, nálægt ætluðum slysstað, rétt neðan við Digraneskirkju. Verður þar afhjúpað minnismerki um það. Vonast er til þess að sem flestir verði viðstaddir athöfnina. Þægilegasta aðkoman er frá bílastæði Digraneskirkju.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Gegneinelti2013
Pop-up ljóðalestur-2015012447
Kvennakór Kópavogs
bokamarkadur
WP_20140406_13_13_53_Pro
menningarstyrkir
Rebokk fitness
20140608130712!Land_Ho!_poster
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir