Skapandi sumarstörf í Kópavogi bjóða upp á skemmtiferðalag í sumar með hinu óútreiknanlega þríeyki listhópsins Mislæg Gatnamót. Það eru þeir Sindri, Baldur og Jói sem skipa þennan skemmtilega hóp sem ætla í allt sumar að gera fræðandi og skemmtileg myndbönd um ýmislegt sem tengist Kópavogi. Hægt er að fylgjast með þeim á facebook-síðunni þeirra með því að smella hér.