MK í Gettu betur

Lið MK í Gettu betur mætir FG á morgun.
Lið MK í Gettu betur mætir FG á morgun. Frá vinstri: Róbert Gíslason, Lárus Guðmundsson og Bjarni Þór Stefánsson.

Keppnislið Menntaskólans í Kópavogi í Gettu betur etur kappi við lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ á morgun laugardag 25. janúar. Viðureignin fer fram í Útvarpshúsinu og hefst kl. 14:30. Báðir skólarnir komust í 8-liða úrslit í fyrra, og þar með Sjónvarpið, og misstu naumlega af sæti í undanúrslitum þannig að búist er við spennandi viðureign þessara nágrannaskóla.

„Við erum bara brattir og ætlum okkur að komast aftur í sjónvarpið,“ segir fyrirliðinn Lárus Guðmundsson. Hann segir undirbúningstímabilið hafa verið vel nýtt og svo verði bara að koma í ljós hverju sá undirbúningur skili. „Við gerum að minnsta kosti okkar allra besta.“

„Lið okkar er nokkuð breytt frá síðasta ári. Lárus var í fyrra en Bjarni Þór Stefánsson og Róbert Gíslason koma nýir inn. Bjarni hefur þó áður keppt fyrir hönd skólans í Gettu betur,“ segir Magnús Már Guðmundsson, kennari í MK sem jafnframt er þjálfari liðsins.

Bjarni útskrifast af náttúrufræðibraut í vor en Róbert er á sínu fyrsta ári í MK. Hann er á félagsfræðibraut en Lárus er líkt og Bjarni á náttúrufræðibraut. Bjarni og Róbert eru Kópavogsbúar en Lárus kemur frá Reykjavík.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér