MK í Gettu betur

Lið MK í Gettu betur mætir FG á morgun.
Lið MK í Gettu betur mætir FG á morgun. Frá vinstri: Róbert Gíslason, Lárus Guðmundsson og Bjarni Þór Stefánsson.

Keppnislið Menntaskólans í Kópavogi í Gettu betur etur kappi við lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ á morgun laugardag 25. janúar. Viðureignin fer fram í Útvarpshúsinu og hefst kl. 14:30. Báðir skólarnir komust í 8-liða úrslit í fyrra, og þar með Sjónvarpið, og misstu naumlega af sæti í undanúrslitum þannig að búist er við spennandi viðureign þessara nágrannaskóla.

„Við erum bara brattir og ætlum okkur að komast aftur í sjónvarpið,“ segir fyrirliðinn Lárus Guðmundsson. Hann segir undirbúningstímabilið hafa verið vel nýtt og svo verði bara að koma í ljós hverju sá undirbúningur skili. „Við gerum að minnsta kosti okkar allra besta.“

„Lið okkar er nokkuð breytt frá síðasta ári. Lárus var í fyrra en Bjarni Þór Stefánsson og Róbert Gíslason koma nýir inn. Bjarni hefur þó áður keppt fyrir hönd skólans í Gettu betur,“ segir Magnús Már Guðmundsson, kennari í MK sem jafnframt er þjálfari liðsins.

Bjarni útskrifast af náttúrufræðibraut í vor en Róbert er á sínu fyrsta ári í MK. Hann er á félagsfræðibraut en Lárus er líkt og Bjarni á náttúrufræðibraut. Bjarni og Róbert eru Kópavogsbúar en Lárus kemur frá Reykjavík.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,