MK í Gettu betur

Lið MK í Gettu betur mætir FG á morgun.
Lið MK í Gettu betur mætir FG á morgun. Frá vinstri: Róbert Gíslason, Lárus Guðmundsson og Bjarni Þór Stefánsson.

Keppnislið Menntaskólans í Kópavogi í Gettu betur etur kappi við lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ á morgun laugardag 25. janúar. Viðureignin fer fram í Útvarpshúsinu og hefst kl. 14:30. Báðir skólarnir komust í 8-liða úrslit í fyrra, og þar með Sjónvarpið, og misstu naumlega af sæti í undanúrslitum þannig að búist er við spennandi viðureign þessara nágrannaskóla.

„Við erum bara brattir og ætlum okkur að komast aftur í sjónvarpið,“ segir fyrirliðinn Lárus Guðmundsson. Hann segir undirbúningstímabilið hafa verið vel nýtt og svo verði bara að koma í ljós hverju sá undirbúningur skili. „Við gerum að minnsta kosti okkar allra besta.“

„Lið okkar er nokkuð breytt frá síðasta ári. Lárus var í fyrra en Bjarni Þór Stefánsson og Róbert Gíslason koma nýir inn. Bjarni hefur þó áður keppt fyrir hönd skólans í Gettu betur,“ segir Magnús Már Guðmundsson, kennari í MK sem jafnframt er þjálfari liðsins.

Bjarni útskrifast af náttúrufræðibraut í vor en Róbert er á sínu fyrsta ári í MK. Hann er á félagsfræðibraut en Lárus er líkt og Bjarni á náttúrufræðibraut. Bjarni og Róbert eru Kópavogsbúar en Lárus kemur frá Reykjavík.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

ygalleri
20771635_10207638839528895_160603270_o
2013-09-18-1797
framsoknkop
Asdis
Hjalmar_Hjalmarsson
Vetrarfærðin
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og oddviti í suðvesturkjördæmi.
Pétur – Aníta DSC_1070