MK í Gettu betur

Lið MK í Gettu betur mætir FG á morgun.
Lið MK í Gettu betur mætir FG á morgun. Frá vinstri: Róbert Gíslason, Lárus Guðmundsson og Bjarni Þór Stefánsson.

Keppnislið Menntaskólans í Kópavogi í Gettu betur etur kappi við lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ á morgun laugardag 25. janúar. Viðureignin fer fram í Útvarpshúsinu og hefst kl. 14:30. Báðir skólarnir komust í 8-liða úrslit í fyrra, og þar með Sjónvarpið, og misstu naumlega af sæti í undanúrslitum þannig að búist er við spennandi viðureign þessara nágrannaskóla.

„Við erum bara brattir og ætlum okkur að komast aftur í sjónvarpið,“ segir fyrirliðinn Lárus Guðmundsson. Hann segir undirbúningstímabilið hafa verið vel nýtt og svo verði bara að koma í ljós hverju sá undirbúningur skili. „Við gerum að minnsta kosti okkar allra besta.“

„Lið okkar er nokkuð breytt frá síðasta ári. Lárus var í fyrra en Bjarni Þór Stefánsson og Róbert Gíslason koma nýir inn. Bjarni hefur þó áður keppt fyrir hönd skólans í Gettu betur,“ segir Magnús Már Guðmundsson, kennari í MK sem jafnframt er þjálfari liðsins.

Bjarni útskrifast af náttúrufræðibraut í vor en Róbert er á sínu fyrsta ári í MK. Hann er á félagsfræðibraut en Lárus er líkt og Bjarni á náttúrufræðibraut. Bjarni og Róbert eru Kópavogsbúar en Lárus kemur frá Reykjavík.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar