Nemendur MK mæta í sparifötum í skólann á morgun.

Stjórn nemendafélags MK er ekkert allt of upptekin við námið þessa dagana því nóg er að gerast í félagslífinu. Metúsalem Björnsson, formaður nemendaráðs, Arnar Örn Ingólfsson, margmiðlunarstjóri og Ragnheiður Emilía Auðunsdóttir, gjaldkeri nemendafélagsins segjast algjörlega vera upp fyrir haus í verkefnum þessa dagana.

Stjórn Nemendafélags MK: Arnar Örn Ingólfsson, margmiðlunarstjóri,  Ragnheiður Emilía Auðunsdóttir, gjaldkeri og Metúsalem Björnsson, formaður.
Stjórn Nemendafélags MK: Arnar Örn Ingólfsson, margmiðlunarstjóri, Ragnheiður Emilía Auðunsdóttir, gjaldkeri og Metúsalem Björnsson, formaður.

„Það er ekki nóg að það er 40 ára afmæli skólans á morgun, við erum líka að fara að halda Tyllidaga hátíðlega í lok mánaðarins,“ segir Metúsalem. „Þá verður nóg um að vera í skólanum. Við verðum með 80s þema þannig að það verður brjálað stuð. Tyllidagarnir klárast svo í skemmtilegu sundlaugapartíi þar sem verður plötusnúður og diskóljós og svo verður ball á SPOT. Við höldum þessu innan Kópavogs,“ segir Metúsalem.

-Hvernig er stemningin hjá nemendum fyrir afmælishátíðina á morgun?

„Alveg gríðarlega góð,“ segir Arnar, margmiðlunarstjóri. „Við munum mæta í sparifötunum okkar í skólann og svo verður risastór kaka í hádeginu. En hátíðardagskráin byrjar klukkan fjögur þar sem verða skemmtiatriði og gamlir nemendur skólans koma saman. Það er allt á fullu núna í skólanum við að undirbúa húllumhæið,“ segir Arnar.

-En hvað er svo á dagskrá hjá ykkur á næstunni?

„Þessu til viðbótar verðum við með útvarpsstöð á Tyllidögunum, breytum salnum okkar í 80s skemmtistað, förum á Paintball mót framhaldsskólanna, veljum í MORFÍS og Gettu betur lið og svo ætlum við að gefa út blað nemendafélagsins á næstu dögum. Þetta er nú bara það sem er á döfinni næstu tvær vikurnar,“ segja þau eldhressu – en jafnframt mjög svo uppteknu – Metúsalem Björnsson, Arnar Örn Ingólfsson og Ragheiður Emilía Auðunsdóttir hjá Nemendafélagi MK rétt áður en þau stukku í tíma.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Asdis-1
Kristín Sævarsdóttir
Hakon-Gunnarsson
Lestrarleikur
Bjorn Thoroddsen
Oli-2
Pétur Fannberg Víglundsson er verslunarstjóri og 4. maður á lista Vg. í Kópavogi
2013-09-18-1797
Guðmundur Ingi Kristinsson skipar 1. sæti fyrir Flokk fólksins í Suðvesturkjördæmi.