Nemendur MK mæta í sparifötum í skólann á morgun.

Stjórn nemendafélags MK er ekkert allt of upptekin við námið þessa dagana því nóg er að gerast í félagslífinu. Metúsalem Björnsson, formaður nemendaráðs, Arnar Örn Ingólfsson, margmiðlunarstjóri og Ragnheiður Emilía Auðunsdóttir, gjaldkeri nemendafélagsins segjast algjörlega vera upp fyrir haus í verkefnum þessa dagana.

Stjórn Nemendafélags MK: Arnar Örn Ingólfsson, margmiðlunarstjóri,  Ragnheiður Emilía Auðunsdóttir, gjaldkeri og Metúsalem Björnsson, formaður.
Stjórn Nemendafélags MK: Arnar Örn Ingólfsson, margmiðlunarstjóri, Ragnheiður Emilía Auðunsdóttir, gjaldkeri og Metúsalem Björnsson, formaður.

„Það er ekki nóg að það er 40 ára afmæli skólans á morgun, við erum líka að fara að halda Tyllidaga hátíðlega í lok mánaðarins,“ segir Metúsalem. „Þá verður nóg um að vera í skólanum. Við verðum með 80s þema þannig að það verður brjálað stuð. Tyllidagarnir klárast svo í skemmtilegu sundlaugapartíi þar sem verður plötusnúður og diskóljós og svo verður ball á SPOT. Við höldum þessu innan Kópavogs,“ segir Metúsalem.

-Hvernig er stemningin hjá nemendum fyrir afmælishátíðina á morgun?

„Alveg gríðarlega góð,“ segir Arnar, margmiðlunarstjóri. „Við munum mæta í sparifötunum okkar í skólann og svo verður risastór kaka í hádeginu. En hátíðardagskráin byrjar klukkan fjögur þar sem verða skemmtiatriði og gamlir nemendur skólans koma saman. Það er allt á fullu núna í skólanum við að undirbúa húllumhæið,“ segir Arnar.

-En hvað er svo á dagskrá hjá ykkur á næstunni?

„Þessu til viðbótar verðum við með útvarpsstöð á Tyllidögunum, breytum salnum okkar í 80s skemmtistað, förum á Paintball mót framhaldsskólanna, veljum í MORFÍS og Gettu betur lið og svo ætlum við að gefa út blað nemendafélagsins á næstu dögum. Þetta er nú bara það sem er á döfinni næstu tvær vikurnar,“ segja þau eldhressu – en jafnframt mjög svo uppteknu – Metúsalem Björnsson, Arnar Örn Ingólfsson og Ragheiður Emilía Auðunsdóttir hjá Nemendafélagi MK rétt áður en þau stukku í tíma.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér