MK kvartettinn saman á ný eftir 25 ára hlé (myndband)

Eftir 25 ára hlé kemur MK kvartettinn saman á ný á tónleikum sem verða í Salnum, miðvikudaginn 22. október næstkomandi.

Kvartettinn var stofnaður af nokkrum félögum í Menntaskólanum í Kópavogi árið 1982 og má segja að hann hafi sprottið upp úr söngstarfi kórs menntaskólans sem þá var stjórnað af Gunnsteini Ólafssyni.

„Allt frá stofnum MK-kvartettsins var Ari Einarsson gítarleikari fimmti meðlimur kvartettsins og spilaði ýmist einn með okkur eða stjórnaði hljómsveitinni. Hann útsetti einnig mikið af lögunum og hjálpaði til á æfingum. Þannig má segja að frá fyrstu æfingu hópsins í MK fram til 1988 hafi ýmsir komið inn, en kjarninn eru núna að koma fram eftir áratuga hlé,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir, söngkona og bætir því að Þór Ásgeirsson sé sá eini sem hefur sungið í kvartettinum allan tímann.

Kvartettinn söng mikið í öðrum menntaskólum í tengslum við menningardaga skólanna, en einnig kom hann mikið fram í útvarpi og sjónvarpi ásamt því að syngja inn á auglýsingar – sem þá var nýmæli á Rás tvö. „Tónlistarstefnan hefur þróast mikið hjá okkur,“ segir Guðrún.

MK-kvartettinn í dag.
MK-kvartettinn í dag.

Það er orðið löngu tímabært að MK-kvartettinn haldi sína eigin tónleika. „Þegar Menntaskólinn í Kópavogi varð 20 ára komum við saman að nýju og sungum nokkur lög,“ rifjar Þór upp. „Og nú á tónleikum sem Guðrún hélt í Salnum í vor komum við aftur fram, töluvert eldri og reyndar og fluttum nokkur laga okkar með hljómsveit. Þessi uppákoma gerði ágætis lukku og vorum við hvött til að halda sjálfstæða tónleika sem nú eru að verða að veruleika,“ segir Þór Ásgeirsson í MK-kvartettnum.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór