Mótorcross: Styrktarkeppni Brynju Hlífar á laugardag

Brynja Hlíf Hjaltadóttir. Mynd: Motorcross.is

Brynja Hlíf Hjaltadóttir slasaðist mjög illa nýverið við æfingar í motocross í Noregi þar sem hún er við nám. Þrír hryggjarliðir brotnuðu auk annarra meiðsla og sem stendur hefur hún litla sem enga tilfinningu neðan við brjóst. Hún og fjölskylda hennar er þó vongóð og ákveðin í að yfirstíga þessi erfiðu meiðsli. Vitað er að framundan er langt og strangt bataferli, að því er fram kemur á síðunni motorcross.is

Vélhjólaíþróttaklúbburinn hefur fengið samþykki hjá Kópavogsbæ fyrir að halda létta endurokeppni innan bæjarmarka Kópavogs, nánar tiltekið á gamla hesthúsasvæðinu. Öll keppnisgjöld munu renna til styrktar Brynju Hlífar og baráttu hennar fyrir fullum bata. Keppnin verður með léttu sniði, lagður verður stuttur  hringur um hesthúsasvæðið og að tveir keppi saman, einn vanur og annar óvanur. Hringurinn er 2-3 km og tiltölulega léttur og skemmtilegur og öllum fær. Aðstaða fyrir áhorfendur gæti ekki verið betri.

Keppni fer fram laugardaginn 25. október og hefst kl. 12 og stendur til 15. Keppnisgjald er 3000 kr. og greiðist á staðnum en frjáls framlög verða ennfremur í boði. Skráning fer fram með tölvupósti á guggi@flug.is

Þeir sem vilja styrkja Brynju með beinum greiðslum er bent á reikning félagsins nr. 537-26-501101 kt. 480592-2639 og að setja Brynja sem skýring greiðslu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að