Móttaka nemenda með annað móðurmál en íslensku

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

Það er okkur öllum ljóst að íslenskt samfélag og hefur gjörbreyst undanfarin ár. Hér eru margbreytileg þjóðarbrot sem annað hvort dvelja hér stutt til atvinnu eða hafa kosið að búa hér varanlega. Við þurfum á þessum fjölbreytileika að halda og sérstaklega með tilliti til- þess að utanaðkomandi vinnuafl er nauðsynlegt í þjóðhagslegu samhengi. En þessum nýja hópi fólks fylgja iðulega börn sem þarf að þjónusta og þá er nauðsynlegt að horfa sérstaklega til grunn og leiksskólastarfs, báðir þessir málaflokkar tilheyra rekstri sveitafélaga. 

Sveitafélögin tóku við rekstri grunnskóla frá ríkinu árið 1996 og hefur ýmislegt breyst í skólastarfi eftir þann tíma og hefur rekstur hans þyngst og flækjustig aukist. Má þar með nefna einsetning grunnskólans, breytingar á aðalnámsskrá, lög um skóla án aðgreiningar (2008) og reglugerð um nemendur með sérþarfir nemenda og sérfræðiþjónustu sveitafélaga (2010).

Umfjöllunarefni þessarar greinar er ný áskorun í grunn- og leikskólum sem er mótttaka nemenda með annað tungumál en íslensku að móðurmáli.

Niðurstöður Eurydice skýrslunnar sem unnin hefur verið í 42 löndum  bendir til þess að námsleg staða nemenda af erlendum uppruna sé marktæk verri en samanburðarhópa. Þetta er áskorun sem menntakerfið á Íslandi þarf að taka alvarlega og velta fyrir sér hvernig við getum jafnað stöðu þessara barna. Dr. Elín Þöll Þórðardóttir hefur sýnt það með rannsóknum að íslenskukunnátta erlendra barna er ekki nógu góð en hefur bent á að skólar eigi fyrst og fremst að leggja áherslu á kennslu á íslensku sem og að skóladagurinn sé ekki nema 30% vökustunda barna og það sé ekki nægileg snerting við tungumálið til þess að virkja málvitund þeirra á íslensku. Hún hefur áhyggjur af því að sérkennsla á þeirra tungumáli dragi enn frekar úr líkum þess að þau nái tökum á tungumálinu og sérstaklega úr samskiptum barnanna við aðra nemendur.

Við erum fámenn þjóð og verður vera erlends vinnuafls og fjölskyldna þeirra mjög auðveldlega áberandi í fábrotnu samfélagi. Þetta er sjáanlegt í starfi grunnskóla og vil ég hér nefna ákveðið álag sem því fylgir. Það er ábyrgðarhluti okkar allra að auðvelda aðlögun barna af erlendum uppruna að íslensku samfélagi. Það er alltaf ákveðin hætta á einangrun og aðgreiningu ef okkur tekst ekki nægilega með það verkefni. Þegar eru komnar fram áhyggjur af brottfalli þessara nemenda af framhaldsskólastigi og geta ástæður fyrir því verið tungumálaörðugleikar, skortur á aðlögun eða breytileiki á menningu og hefðum.

Það er alveg ljóst í mínum huga að þetta verkefni heldur áfram að vaxa og tel ég nauðsynlegt að sveitafélög taki upp samtal við ríkið um þetta aukaverkefni sem hefur lagst á skólastarf sveitafélaganna án þess að nægilegt fjármagn fylgi. Markmiðið hlýtur alltaf að vera að sem flestir nái tökum á íslensku til þess að skapa hér umhverfi jafnra tækifæra.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,