Múlalind 2 er jólahús Kópavogsbæjar

„Þetta er mikil jólastemning fyrir okkur öll og ekki síst barnabörnin,“ segir Helgi Reimarsson húseigandi en jólaljósin á Múlalind 2 eru birtustýrð þannig að þau kvikna þegar fer að rökkva og eru kveikt þar til birtir á ný.

Múlalind 2 var valið jólahús Kópavogsbæjar árið 2022 af Lista- og menningaráði Kópavogs. Þetta er í fyrsta sinn sem valið er jólahús í Kópavogi og var óskað eftir tilnefningum fyrr í mánuðinum.

„Það er virkilega gaman húsið okkar sé fyrsta jólahús bæjarins,“ segir Helgi Reimarsson húseigandi. Hann og kona hans Þorbjörg Guðnadóttir Blandon, hafa um árabil lagt metnað í að skreyta húsið sitt fallega.

Fjölskyldan kemur saman í upphafi aðventu og fylgist með þegar kveikt er á jólaljósunum.

„Við tökum þetta í skrefum, þetta eru ein til tvær helgar sem tekur að setja ljósin upp og við njótum við það liðsinnis eldri barnanna okkar. Svo kemur fjölskyldan öll saman í upphafi aðventu og fylgist með þegar við kveikjum á ljósunum, öllum í einu. Þetta er mikil jólastemning fyrir okkur öll og ekki síst barnabörnin,“ segir Helgi en jólaljósin á Múlalind 2 eru birtustýrð þannig að þau kvikna þegar fer að rökkva og eru kveikt þar til birtir á ný.

Góðar undirtektir voru hjá íbúum Kópavogs við þeirri nýbreytni að óska eftir ábendingum um  jólaleg hús og bárust fjöldi tilnefninga.

„Það var virkilega gaman að fara um bæinn og skoða hversu fallega hann er skreyttur og jólalegur. Kópavogur er mikill jólabær,“ segir Elísabet Sveinsdóttir formaður Lista- og menningarráðs og ráðið þakkar fyrir frábærar viðtökur vegna tilnefninga á jólahúsinu.

Góðar undirtektir voru hjá íbúum Kópavogs við þeirri nýbreytni að óska eftir ábendingum um  jólaleg hús og bárust fjöldi tilnefninga.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar