Múlalind 2 er jólahús Kópavogsbæjar

„Þetta er mikil jólastemning fyrir okkur öll og ekki síst barnabörnin,“ segir Helgi Reimarsson húseigandi en jólaljósin á Múlalind 2 eru birtustýrð þannig að þau kvikna þegar fer að rökkva og eru kveikt þar til birtir á ný.

Múlalind 2 var valið jólahús Kópavogsbæjar árið 2022 af Lista- og menningaráði Kópavogs. Þetta er í fyrsta sinn sem valið er jólahús í Kópavogi og var óskað eftir tilnefningum fyrr í mánuðinum.

„Það er virkilega gaman húsið okkar sé fyrsta jólahús bæjarins,“ segir Helgi Reimarsson húseigandi. Hann og kona hans Þorbjörg Guðnadóttir Blandon, hafa um árabil lagt metnað í að skreyta húsið sitt fallega.

Fjölskyldan kemur saman í upphafi aðventu og fylgist með þegar kveikt er á jólaljósunum.

„Við tökum þetta í skrefum, þetta eru ein til tvær helgar sem tekur að setja ljósin upp og við njótum við það liðsinnis eldri barnanna okkar. Svo kemur fjölskyldan öll saman í upphafi aðventu og fylgist með þegar við kveikjum á ljósunum, öllum í einu. Þetta er mikil jólastemning fyrir okkur öll og ekki síst barnabörnin,“ segir Helgi en jólaljósin á Múlalind 2 eru birtustýrð þannig að þau kvikna þegar fer að rökkva og eru kveikt þar til birtir á ný.

Góðar undirtektir voru hjá íbúum Kópavogs við þeirri nýbreytni að óska eftir ábendingum um  jólaleg hús og bárust fjöldi tilnefninga.

„Það var virkilega gaman að fara um bæinn og skoða hversu fallega hann er skreyttur og jólalegur. Kópavogur er mikill jólabær,“ segir Elísabet Sveinsdóttir formaður Lista- og menningarráðs og ráðið þakkar fyrir frábærar viðtökur vegna tilnefninga á jólahúsinu.

Góðar undirtektir voru hjá íbúum Kópavogs við þeirri nýbreytni að óska eftir ábendingum um  jólaleg hús og bárust fjöldi tilnefninga.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Runar_og Adalheidur
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og oddviti í suðvesturkjördæmi.
sundlaugardot
Ármann Kr. Ólafsson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Jóhannes Birgir Jensson
562584_386884604681377_290070951_n
Jafnréttisvidurkenning2018_1
leikskoo10
ithrottamadur