Múlalind 2 er jólahús Kópavogsbæjar

„Þetta er mikil jólastemning fyrir okkur öll og ekki síst barnabörnin,“ segir Helgi Reimarsson húseigandi en jólaljósin á Múlalind 2 eru birtustýrð þannig að þau kvikna þegar fer að rökkva og eru kveikt þar til birtir á ný.

Múlalind 2 var valið jólahús Kópavogsbæjar árið 2022 af Lista- og menningaráði Kópavogs. Þetta er í fyrsta sinn sem valið er jólahús í Kópavogi og var óskað eftir tilnefningum fyrr í mánuðinum.

„Það er virkilega gaman húsið okkar sé fyrsta jólahús bæjarins,“ segir Helgi Reimarsson húseigandi. Hann og kona hans Þorbjörg Guðnadóttir Blandon, hafa um árabil lagt metnað í að skreyta húsið sitt fallega.

Fjölskyldan kemur saman í upphafi aðventu og fylgist með þegar kveikt er á jólaljósunum.

„Við tökum þetta í skrefum, þetta eru ein til tvær helgar sem tekur að setja ljósin upp og við njótum við það liðsinnis eldri barnanna okkar. Svo kemur fjölskyldan öll saman í upphafi aðventu og fylgist með þegar við kveikjum á ljósunum, öllum í einu. Þetta er mikil jólastemning fyrir okkur öll og ekki síst barnabörnin,“ segir Helgi en jólaljósin á Múlalind 2 eru birtustýrð þannig að þau kvikna þegar fer að rökkva og eru kveikt þar til birtir á ný.

Góðar undirtektir voru hjá íbúum Kópavogs við þeirri nýbreytni að óska eftir ábendingum um  jólaleg hús og bárust fjöldi tilnefninga.

„Það var virkilega gaman að fara um bæinn og skoða hversu fallega hann er skreyttur og jólalegur. Kópavogur er mikill jólabær,“ segir Elísabet Sveinsdóttir formaður Lista- og menningarráðs og ráðið þakkar fyrir frábærar viðtökur vegna tilnefninga á jólahúsinu.

Góðar undirtektir voru hjá íbúum Kópavogs við þeirri nýbreytni að óska eftir ábendingum um  jólaleg hús og bárust fjöldi tilnefninga.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar