Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því eru ekki forsendur fyrir því að velferðarsvið starfi þar áfram.
Starfsfólk færist í heimavinnu eins og sakir standa en unnið er að lausn húsnæðismála til lengri og skemmri tíma.
Símsvörun og móttaka erinda velferðarsviðs færist að Digranesvegi 1 frá og með mánudeginum 28.ágúst.