Mynd vikunnar: Þegar Þórhallur hitti Obama.


Mynd af Þórhalli með Obama á góðri stund. "Ég hef þetta hérna uppi á hillunni í gríni. Mér finnst gaman að fíflast stundum í gestunum. Það taka rosalega fáir eftir að þetta er Photoshop, en fólk rekur í rogastans!" segir Þórhallur og skellihlær.

Mynd af Þórhalli með Obama á góðri stund. „Ég hef þetta hérna uppi á hillunni í gríni. Mér finnst gaman að fíflast stundum í gestunum. Það taka rosalega fáir eftir að þetta er Photoshop, en fólk rekur í rogastans!“ segir Þórhallur og skellihlær.

Mynd vikunnar er tvímælalaust af Þórhalli Ásgeirssyni, sem á og rekur gistiheimilið BB44 við Borgarholtsbraut, sem við greindum frá í síðustu viku. Á myndina vantar eiginkonu hans, Sigríði Þorbjarnardóttur, sem á og rekur gistiheimilið með honum. Myndin er af Þórhalli með Obama, forseta Bandaríkjanna á góðri stund – eða svo virðist vera. Glöggir sjá eflaust Photoshop handbragðið – en Þórhallur skemmtir sér konunglega við að hafa þessa mynd uppi á gistiheimilinu, gestum og gangandi til gleði og skemmtunar.