Mynd vikunnar: Þegar Þórhallur hitti Obama.

Mynd af Þórhalli með Obama á góðri stund. "Ég hef þetta hérna uppi á hillunni í gríni. Mér finnst gaman að fíflast stundum í gestunum. Það taka rosalega fáir eftir að þetta er Photoshop, en fólk rekur í rogastans!" segir Þórhallur og skellihlær.
Mynd af Þórhalli með Obama á góðri stund. „Ég hef þetta hérna uppi á hillunni í gríni. Mér finnst gaman að fíflast stundum í gestunum. Það taka rosalega fáir eftir að þetta er Photoshop, en fólk rekur í rogastans!“ segir Þórhallur og skellihlær.

Mynd vikunnar er tvímælalaust af Þórhalli Ásgeirssyni, sem á og rekur gistiheimilið BB44 við Borgarholtsbraut, sem við greindum frá í síðustu viku. Á myndina vantar eiginkonu hans, Sigríði Þorbjarnardóttur, sem á og rekur gistiheimilið með honum. Myndin er af Þórhalli með Obama, forseta Bandaríkjanna á góðri stund – eða svo virðist vera. Glöggir sjá eflaust Photoshop handbragðið – en Þórhallur skemmtir sér konunglega við að hafa þessa mynd uppi á gistiheimilinu, gestum og gangandi til gleði og skemmtunar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn