Myndavefur Kópavogs kominn í loftið

Kvígan Lukka og nýbýlið Lundur á sjötta áratugnum. Lundur stóð neðan Nýbýlavegar, þar er í dag fjölbýlishúsbyggð sem kennd er við býlið. Myndin er úr safni Jóhönnu Markúsdóttur.

Myndavefur Kópavogs hefur verið opnaður. Á honum er að finna gamlar myndir og myndskeið úr Kópavogi sem sýna bæinn á ýmsum tímum. Afmælisnefnd Kópavogs sem sett var á laggirnar í tilefni sextugsafmælis bæjarins 2015 ýtti verkefninu úr vör og hefur verið unnið að undirbúningi þess frá því á síðasta ári. 

Myndirnar sem nú eru gerðar aðgengilegar á vefnum koma að mestu úr safni Héraðsskjalasafns Kópavogs. Áfram verður unnið að því að bæta við myndum á vefinn og gera hann þannig efnisríkari.

„Það er ánægjulegt að vefurinn sé kominn í loftið, myndirnar sýna svo glöggt þá miklu breytingu sem Kópavogur hefur gengið í gegnum frá því að þéttbýlismyndum hófst hér á fjórða áratugnum. Þarna eru myndir af margvíslegu tagi sem er gaman að skoða enda segja myndirnar merkilega sögu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Notendur vefsins geta sent inn athugasemdir um myndirnar og þannig bætt við upplýsingum um fólk og staði.

Hér má skoða myndavef Kópavogsbæjar

Bent er á að á vefnum hefur verið sett saman sögusýning þar sem saga Kópavogs frá 1940 til ársins 2003 er sögð í myndum, hana er að finna á forsíðunni undir hnappnum skoða sögu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar