Myndavefur Kópavogs kominn í loftið

Myndavefur Kópavogs hefur verið opnaður. Á honum er að finna gamlar myndir og myndskeið úr Kópavogi sem sýna bæinn á ýmsum tímum. Afmælisnefnd Kópavogs sem sett var á laggirnar í tilefni sextugsafmælis bæjarins 2015 ýtti verkefninu úr vör og hefur verið unnið að undirbúningi þess frá því á síðasta ári. 

Myndirnar sem nú eru gerðar aðgengilegar á vefnum koma að mestu úr safni Héraðsskjalasafns Kópavogs. Áfram verður unnið að því að bæta við myndum á vefinn og gera hann þannig efnisríkari.

„Það er ánægjulegt að vefurinn sé kominn í loftið, myndirnar sýna svo glöggt þá miklu breytingu sem Kópavogur hefur gengið í gegnum frá því að þéttbýlismyndum hófst hér á fjórða áratugnum. Þarna eru myndir af margvíslegu tagi sem er gaman að skoða enda segja myndirnar merkilega sögu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Notendur vefsins geta sent inn athugasemdir um myndirnar og þannig bætt við upplýsingum um fólk og staði.

Hér má skoða myndavef Kópavogsbæjar

Bent er á að á vefnum hefur verið sett saman sögusýning þar sem saga Kópavogs frá 1940 til ársins 2003 er sögð í myndum, hana er að finna á forsíðunni undir hnappnum skoða sögu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér