Myndgreining Hjartaverndar í Kópavogi

Kynning: Myndgreining Hjartaverndar í Kópavogi
Heilbrigðisþjónusta í Kópavogi hefur vaxið samhliða auknum íbúafjölda og stækkun byggðar. Í bæjarfélaginu er nú fjöldi heilsugæslustöðva og hjúkrunarheimila. Myndgreining leikur stórt hlutverk í heilbrigðisþjónustu og henni hefur fleygt hratt fram tæknilega á undaförnum árum. Nú þarf ekki lengur að leita út fyrir bæjarfélagið til að fá almenna myndgreiningarþjónustu svo sem röntgen, segulómun, tölvusneiðmyndir og ómun. Hjá Myndgreiningu Hjartaverndar í Holtasmára 1 í Kópavogi er nú boðið upp á alla almenna og sérhæfða myndgreiningarþjónustu með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands. Aðgengið að  Holtasmára 1 er mjög gott og þar eru alltaf næg bílastæði.

Aðgengið að Holtasmára 1 er mjög gott og þar eru alltaf næg bílastæði.
Hjá Myndgreiningu Hjartaverndar í Holtasmára 1 í Kópavogi er nú boðið upp á alla almenna og sérhæfða myndgreiningarþjónustu með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.

Myndgreining í þjónustu- og vísindaskyni

Myndgreining Hjartaverndar byggir á grunni tveggja áratuga reynslu myndgreiningar í Hjartavernd sem var aðallega gerð í vísindaskyni. Það var svo árið 2017 sem fyrirtækið Myndgreining Hjartaverndar var stofnuð og bætti myndagreiningarþjónustu við starfsemina. Fyrirtækið er að langmestu leyti í eigu Hjartaverndar sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. „Þó svo að Myndgreining Hjartaverndar hafi sterka tengingu við myndgreiningu á hjarta og æðum, að þá gerum við einnig myndgreiningu á öllum öðrum líffærakerfum“ segir Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri og geislafræðingur. „Hjá okkur er lítil eða engin bið eftir rannsóknum með segulómun, DXA beinþéttnimæli og ómun. Við gerum allar röntgenrannsóknir og flestar tölvusneiðmyndarannsóknir samdægurs. Ekki þarf að panta tíma ef beiðni liggur fyrir,“ segir Sigurður.

Þó svo að Myndgreining Hjartaverndar hafi sterka tengingu við myndgreiningu á hjarta og æðum, þá er einnig gerð myndgreining á öllum öðrum líffærakerfum.

Greining og forvörn

Sigurður útskýrir að tilgangur og markmið fyrirtækisins er ekki bara að veita fyrsta flokks þjónustu heldur einnig að sinna vísindarannsóknum, greiningu og forvörnum í því skyni að auka skilning á sjúkdómum og bæta meðhöndlun þeirra með tæknilegum aðferðum. „Við erum stolt af starfsfólki okkar sem meðal annars inniheldur móttökuritara, röntgenlækna, hjartalækna og geislafræðinga. Við leggjum áherslu á að bregðast hratt við þjónustubeiðnum og senda rannsóknarsvör innan skamms tíma. Okkar sameiginlega markmið er að veita áreiðanlega þjónustu, sýna lipurð í samskiptum og alúðlegt viðmót.“

Tilgangur og markmið fyrirtækisins er ekki bara að veita fyrsta flokks þjónustu heldur einnig að sinna vísindarannsóknum, greiningu og forvörnum í því skyni að auka skilning á sjúkdómum og bæta meðhöndlun þeirra með tæknilegum aðferðum.
Allar röntgenrannsóknir og flestar tölvusneiðmyndarannsóknir eru framkvæmdar samdægurs.

Pantaðu tíma

Til að fá tíma í myndgreiningu þarf alltaf að hafa beiðni frá lækni. „Læknar senda oftast beiðni um rannsókn rafrænt. Fyrir heilbrigðisstarfsfólk geta læknar sent okkur rafræna beiðni um myndgreiningu og tekið við rafrænum svörum á öruggan hátt með Sögu -Rafrænni sjúkraskrá eða með RIS Vefkerfi Myndgreiningar Hjartaverndar.“

Alltaf þarf beiðni frá lækni til að fá tíma í myndgreiningu.

Myndgreining Hjartaverndar
Holtasmára 1, 201 Kópavogur
Tímabókanir og svör: 535-1876
Heimasíða: myndir.hjarta.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem