• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Myndgreining Hjartaverndar í Kópavogi
ritstjorn
15/05/2019

Kynning: Myndgreining Hjartaverndar í Kópavogi
Heilbrigðisþjónusta í Kópavogi hefur vaxið samhliða auknum íbúafjölda og stækkun byggðar. Í bæjarfélaginu er nú fjöldi heilsugæslustöðva og hjúkrunarheimila. Myndgreining leikur stórt hlutverk í heilbrigðisþjónustu og henni hefur fleygt hratt fram tæknilega á undaförnum árum. Nú þarf ekki lengur að leita út fyrir bæjarfélagið til að fá almenna myndgreiningarþjónustu svo sem röntgen, segulómun, tölvusneiðmyndir og ómun. Hjá Myndgreiningu Hjartaverndar í Holtasmára 1 í Kópavogi er nú boðið upp á alla almenna og sérhæfða myndgreiningarþjónustu með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands. Aðgengið að  Holtasmára 1 er mjög gott og þar eru alltaf næg bílastæði.

Aðgengið að Holtasmára 1 er mjög gott og þar eru alltaf næg bílastæði.
Hjá Myndgreiningu Hjartaverndar í Holtasmára 1 í Kópavogi er nú boðið upp á alla almenna og sérhæfða myndgreiningarþjónustu með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.

Myndgreining í þjónustu- og vísindaskyni

Myndgreining Hjartaverndar byggir á grunni tveggja áratuga reynslu myndgreiningar í Hjartavernd sem var aðallega gerð í vísindaskyni. Það var svo árið 2017 sem fyrirtækið Myndgreining Hjartaverndar var stofnuð og bætti myndagreiningarþjónustu við starfsemina. Fyrirtækið er að langmestu leyti í eigu Hjartaverndar sem ekki er rekin í hagnaðarskyni. „Þó svo að Myndgreining Hjartaverndar hafi sterka tengingu við myndgreiningu á hjarta og æðum, að þá gerum við einnig myndgreiningu á öllum öðrum líffærakerfum“ segir Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri og geislafræðingur. „Hjá okkur er lítil eða engin bið eftir rannsóknum með segulómun, DXA beinþéttnimæli og ómun. Við gerum allar röntgenrannsóknir og flestar tölvusneiðmyndarannsóknir samdægurs. Ekki þarf að panta tíma ef beiðni liggur fyrir,“ segir Sigurður.

Þó svo að Myndgreining Hjartaverndar hafi sterka tengingu við myndgreiningu á hjarta og æðum, þá er einnig gerð myndgreining á öllum öðrum líffærakerfum.

Greining og forvörn

Sigurður útskýrir að tilgangur og markmið fyrirtækisins er ekki bara að veita fyrsta flokks þjónustu heldur einnig að sinna vísindarannsóknum, greiningu og forvörnum í því skyni að auka skilning á sjúkdómum og bæta meðhöndlun þeirra með tæknilegum aðferðum. „Við erum stolt af starfsfólki okkar sem meðal annars inniheldur móttökuritara, röntgenlækna, hjartalækna og geislafræðinga. Við leggjum áherslu á að bregðast hratt við þjónustubeiðnum og senda rannsóknarsvör innan skamms tíma. Okkar sameiginlega markmið er að veita áreiðanlega þjónustu, sýna lipurð í samskiptum og alúðlegt viðmót.“

Tilgangur og markmið fyrirtækisins er ekki bara að veita fyrsta flokks þjónustu heldur einnig að sinna vísindarannsóknum, greiningu og forvörnum í því skyni að auka skilning á sjúkdómum og bæta meðhöndlun þeirra með tæknilegum aðferðum.
Allar röntgenrannsóknir og flestar tölvusneiðmyndarannsóknir eru framkvæmdar samdægurs.

Pantaðu tíma

Til að fá tíma í myndgreiningu þarf alltaf að hafa beiðni frá lækni. „Læknar senda oftast beiðni um rannsókn rafrænt. Fyrir heilbrigðisstarfsfólk geta læknar sent okkur rafræna beiðni um myndgreiningu og tekið við rafrænum svörum á öruggan hátt með Sögu -Rafrænni sjúkraskrá eða með RIS Vefkerfi Myndgreiningar Hjartaverndar.“

Alltaf þarf beiðni frá lækni til að fá tíma í myndgreiningu.

Myndgreining Hjartaverndar
Holtasmára 1, 201 Kópavogur
Tímabókanir og svör: 535-1876
Heimasíða: myndir.hjarta.is

Efnisorðfyrirtæki í KópavogiMyndgreining Hjartaverndar
Fyrirtæki
15/05/2019
ritstjorn

Efnisorðfyrirtæki í KópavogiMyndgreining Hjartaverndar

Meira

  • Lesa meira
    CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog

    Síðastliðin 10 ár hefur CrossFit stöðin Crossfit XY verið starfækt að Miðhrauni í Garðabæ. Stöðin er í...

    ritstjorn 23/06/2022
  • Lesa meira
    Útibú Landsbankans í Hamraborg 30 ára

    Landsbankinn á sér langa sögu í Kópavogi en útibúið í Hamraborg fagnar 30 ára afmæli síðar á...

    ritstjorn 10/03/2022
  • Lesa meira
    Hvatningarverðlaun Kópavogs afhent í fyrsta sinn

    Ræs ehf. hlýtur Hvatningarverðlaun Kópavogs 2021 en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Ræs...

    ritstjorn 16/06/2021
  • Lesa meira
    Nýsköpunarsetur í Kópavogi fær nafnið SKÓP

    Markaðsstofa Kópavogs opnar á næstu dögum nýsköpunarsetur í Kópavogi í samstarfi við Kópavogsbæ og atvinnulífið í bænum,...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    1819 opnar Torgið

    Kynning í samstarfi við Markaðsstofu Kópavogs Upplýsingaveitan 1819 hefur verið starfrækt í Kópavogi síðan 2014. Þjónustan heldur...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Heimaþjónusta

    -Þarftu aðstoð við daglegt líf? Kynning: Sinnum heimaþjónusta hefur unnið að því síðustu ellefu ár að byggja...

    ritstjorn 20/12/2019
  • Lesa meira
    Reebok fitness kemur þér í form

    Hreyfing er okkur nauðsynleg til að viðhalda almennu heilbrigði. Hver kannast ekki við að fara út og...

    Guðmundur Árnason 13/04/2019
  • Lesa meira
    „Ómetanlegt að sjá barnið sitt geisla af gleði og ná árangri“

    KYNNING: Í Mudo Gym er unnið út frá slagorðunum: „Sterkari börn“ og „Sjálfstraust, sjálfsagi sjálfsvörn”. Sigursteinn Snorrason,...

    ritstjorn 26/03/2019
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.