Myndir ársins 2014 í Gerðarsafni

Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands á bestu myndum ársins 2014 verður opnuð laugardaginn 28. febrúar klukkan 15 í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni eru að þessu sinni 116 myndir sem valdar hafa verið af dómnefnd úr 905 myndum 24. blaðaljósmyndara.  Veitt verða verðlaun í níu flokkum; fyrir mynd ársins og fyrir bestu fréttamyndina, umhverfismyndina, portrett myndina, íþróttamyndina, daglegt líf, tímaritamynd, myndröð ársins og myndskeið ársins.

Bók með bestu blaðaljósmyndum ársins 2014 kemur út við þetta tækifæri og verður kynnt á sýningunni.  Þá opnar á neðri hæð safnsins á sama tíma sýning á myndum Ragnars Th. Sigurðssonar, sem hann nefnir Ljósið.

Við sama tækifæri verða veitt blaðamannaverðlaun í þremur flokkum; Blaðamannaverðlaun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og umfjöllun ársins. Dómnefnd hefur tilnefnt þrjá í hverjum flokki.

Arctic Images heldur utan um verk Ragnars Th. Sigurðssonar en allur ágóði af sölu verka Ragnars fer til styrktar Ljóssins endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

jt
DSC02091
skolahljomsveit
DrGunni-Erpur-Salka
164382_1819045804368_1544496_n
578287_10200438551822106_1856711246_n
markmid_gs_01 (2)
Kópavogskrónika
leikskoo10