Nægilegt framboð er af leiguhúsnæði í Kópavogi

 

Margt bendir til þess að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér, samkvæmt nýrri skýrslu frá Capacent.
Margt bendir til þess að fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér, samkvæmt greiningu frá Capacent.

Nægilegt framboð er af leiguhúsnæði í Kópavogi næstu þrjú árin, þó að skortur sé á því á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu á fasteignamarkaði í Kópavogi sem Capacent hefur unnið fyrir Kópavogsbæ.

Í henni kemur fram að margt bendi til þess að fasteignamarkaðurinn taki við sér á næstu mánuðum, eiginfjárstaða hefur batnað og kaupverð hefur farið hækkandi. Fram kemur að tekjulægri leigjendur greiða hærra hlutfall af ráðstöfnunartekjum í húsnæði en þeir sem eru í eigin húsnæði.

Þá segir að grundvöllur sé tekinn að myndast fyrir nýbyggingar fjölbýlishúsa en kaupverð styðji ekki frekari uppbyggingu á sérbýli.

Í  Kópavogi er eftirspurn umfram framboð af íbúðum sem eru 70-90 fermetrar að stærð og 120 til 150 fermetrar. Alls staðar á höfuðborgarsvæðinu er eftirspurn umfram framboð á íbúðum með tveimur svefnherbergjum, bara í Kópavogi er líka eftirspurn umfram framboð á íbúðum með fleiri en fimm svefnherbergi.

Þá er hátt hlutfall fólks á aldrinum 25 til 44 ára sem vill flytja í Kópavog í næstu flutningum.

Greiningin var unnið af Capacent, upp úr skýrslum og almennum upplýsingum auk þess sem svara var leitað hjá íbúum. Skýrslan er sambærileg þeirri sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg og kynnt í mars.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Aron Hlynur Aðalheiðarsson
Ármann
Screenshot-2024-03-21-at-16.32.09
Spjaldtölvuafhending_Hörðuvallaskóli3
Jólatré á Hálsatorgi
2013-09-05-1749
Ólafur Þór Gunnarsson er öldrunarlæknir og skipar 2. sætið á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Sigurður