• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Næstum andlát endurvinnslu Braga

Næstum andlát endurvinnslu Braga
ritstjorn
19/12/2017

Bragi Halldórsson.

Plastlaus september? Ekki málið. Lengi búin að flokka allt rusl, endurnýta og endurvinna. Það var því stoltur ég sem fór að kaupa í matinn eitt kvöld í september. Klappaði á margnota innkaupapokinn í vasanum, greip kerru og með innkaupamiða á lofti lagði ég af stað inn í völundarhús verslunarinnar.

Þá tók ég eftir því að vagninn var úr plasti. Þetta er bókstaflega alstaðar. Hnussaði í mér vandlætingin er ég teygði mig eftir áleggi. Því var pakkað í plast. Alstaðar, hugsaði ég hneykslaður og náði í flatkökur. Nei heyrðu mig nú, í plasti. Það þyngdist á mér brúnin. Næst var það skyr. Plastdolla. Ég skimaði eftir verslunarstjóranum. Nei, þetta er víst ekki á hans ábyrgð.

Salat. Það lifnaði yfir mér. Ekkert plast þar maður minn. Ískrið í plasthjólunum á kerrunni þagnaði og ég teygði mig eftir salatinu. Því var pakkað í plast. Renndi augunum yfir grænmetisrekkana. Sumt í lausu en plastpokar til þess að tína það ofan í héngu alstaðar. Það var farið að fjúka í mig. Kartöflur hljóta að vera til í lausu. Jú, stóð heima. En hvernig ætlaði ég að flytja þær. Ætlaði ég að sturta þeim á færibandið og þær skoppa út um allt? Horfði á kartöflurnar í lausu tómhuga í veit ekki hve langan tíma. Skömmustulegur teygði ég mig í tilbúin kílóa poka og leit dapur aftur á listann. Stórir ruslapokar, þessir svörtu og litlir nestispokar. Plastpokar. Var ég sem sagt að fara að kaupa hreint plast. Ekki umbúðir, heldur hreint plast. Það var frekar skjálfandi hendi sem teygði sig í þetta hreina plast og í flýti faldi það neðst í kerrunni.

Ég þorði varla að líta á listann aftur. Kolsýrt vatn, tvo lítra. Lúpulegur ýtti ég kerrunni að þessum heila vegg af bragðbættu vatni í plastflöskum. Ég þekkti þær. Hve oft var ég ekki búin að arka bísperrtur framhjá þeim og í hneykslan hugsað. „Afhverju setur fólk ekki bara kranavatni í glerflösku og bætir nýkreistum safa úr lífrænt ræktuðum ávöxtum út í?“ En innst inni vissi ég að ég hafði aldrei gert það sjálfur og myndi ólíklega nokkurn tímann gera það. Hún var því ansi þung plastflaska sem ég lét detta ofan í körfuna og reyndi ekki einu sinni að fela hana. Enda til hvers. Það var varla neitt annað plast í henni hvort eð var.

Hilla af skyrdollum.

Mér leið eins og eitthvað væri að deyja inn í mér þegar ég raðaði öllu plastinu á færibandið. Reyndi þó að reisa við laskað stolt mitt og dró upp fjölnotapokann og muldraði að ég þyrfti ekki einnota poka. Kassastrákurinn tók ekki eftir því. Ég heyrði ekki hvað þetta kostaði. Stakk bar plastkortinu í posann og fór.

Það voru þung skref úr búðinni út í bíl þetta september kvöld. Ég horfði á fjölnota innkaupapokann minn sem hafði svo lengi verið stolt mitt. Með mynd af Múmínsnáðanum og allt. Þá tók ég eftir því að hann var úr næloni. Nælon er plastefni, tísti í plast púkanum. Og flíspeisan þín líka. Viltu að ég haldi áfram, svo veltist hann um af hlátri. Ég leit vonaraugum á áður stoltan endurvinnslu Braga engilinn á hinni öxlinni. En hann þagði þunnu hljóði.

Þegar heim kom, læddist ég eins og þjófur að nóttu inn í eldhús með allt plastið mitt og opnaði ísskápinn skjálfandi hendi. Ég vissi alveg hvað myndi blasa við mér. En að horfast í augu við það var allt annað. Ljósið kviknaði í ísskápnum og lýsti upp vart sýnilegan matinn. Hann var allur hulinn plasti. Innrammaður af plastinnréttingu.

Það spratt kaldur sviti fram á enninu á mér. Innan í mér var áður stoltur endurvinnslu Bragi að gefa upp öndina. Ég greip í eldhúsborðbrúnina og teygði mig skjálfandi eftir verkjatöflu plastdollu. Gleymdi í fátinu vatnsglasi til að skola þeim niður og kúgaðist og hóstaði þegar töflurnar reyndu allar að troða sér ofan í mig í einu. Andskotinn sjálfur hugsaði ég. Maður er ekki hannaður fyrir þessi ósköp. Ég verð að fá mér plastbarka. Það er nokkuð ljóst.

Efnisorðaðsentefst á baugiplast
Aðsent
19/12/2017
ritstjorn

Efnisorðaðsentefst á baugiplast

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.