Næturhiminninn er eins og risastór blettatígur

Ungskáldin í myndatöku eftir verðlaunaafhendinguna.
Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, ungskáld Kópavogs og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, í myndatöku eftir verðlaunaafhendinguna.

Patrik Snær Kristjánsson, nemandi í Hörðuvallaskóla, hlaut fyrsta sæti í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs í ár fyrir ljóð sitt: „Næturhiminninn.“  Diellza Morina, Álfhólsskóla varð í öðru sæti með ljóð sitt: „Ljóð“ og Íris Ólafsdóttir, Hörðuvallaskóla varð í því þriðja með ljóð sitt „Reykjavík.“

Þau Íris, Diellza og Patrik fluttu ljóð sín í Salnum í gær þar sem Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í árlegri ljóðasamkeppni bæjarins.

Næturhiminninn

Næturhiminninn er
eins og risastór blettatígur
sem teygir sig yfir jörðina

Stjörnurnar eru blettirnir
sem leika um líkama hans

en þegar hann verður svangur
fer hann frá jörðinni
til að veiða sér til matar

Þá kemur dagur.

Patrik Snær Kristjánsson

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar