Næturhiminninn er eins og risastór blettatígur

Ungskáldin í myndatöku eftir verðlaunaafhendinguna.
Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, ungskáld Kópavogs og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, í myndatöku eftir verðlaunaafhendinguna.

Patrik Snær Kristjánsson, nemandi í Hörðuvallaskóla, hlaut fyrsta sæti í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs í ár fyrir ljóð sitt: „Næturhiminninn.“  Diellza Morina, Álfhólsskóla varð í öðru sæti með ljóð sitt: „Ljóð“ og Íris Ólafsdóttir, Hörðuvallaskóla varð í því þriðja með ljóð sitt „Reykjavík.“

Þau Íris, Diellza og Patrik fluttu ljóð sín í Salnum í gær þar sem Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í árlegri ljóðasamkeppni bæjarins.

Næturhiminninn

Næturhiminninn er
eins og risastór blettatígur
sem teygir sig yfir jörðina

Stjörnurnar eru blettirnir
sem leika um líkama hans

en þegar hann verður svangur
fer hann frá jörðinni
til að veiða sér til matar

Þá kemur dagur.

Patrik Snær Kristjánsson

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem