Næturhiminninn er eins og risastór blettatígur

Ungskáldin í myndatöku eftir verðlaunaafhendinguna.
Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, ungskáld Kópavogs og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, í myndatöku eftir verðlaunaafhendinguna.

Patrik Snær Kristjánsson, nemandi í Hörðuvallaskóla, hlaut fyrsta sæti í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs í ár fyrir ljóð sitt: „Næturhiminninn.“  Diellza Morina, Álfhólsskóla varð í öðru sæti með ljóð sitt: „Ljóð“ og Íris Ólafsdóttir, Hörðuvallaskóla varð í því þriðja með ljóð sitt „Reykjavík.“

Þau Íris, Diellza og Patrik fluttu ljóð sín í Salnum í gær þar sem Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í árlegri ljóðasamkeppni bæjarins.

Næturhiminninn

Næturhiminninn er
eins og risastór blettatígur
sem teygir sig yfir jörðina

Stjörnurnar eru blettirnir
sem leika um líkama hans

en þegar hann verður svangur
fer hann frá jörðinni
til að veiða sér til matar

Þá kemur dagur.

Patrik Snær Kristjánsson

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

1
B-6-eftir-PK-arkitektar
formadur
Kópavogur
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
stefnir_0004
Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, skipar 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í suðvesturkjördæmi.
Sjálfstaedismennibaejarstjorn
Kopavogsdalur 1980_MagnusHardarson