Patrik Snær Kristjánsson, nemandi í Hörðuvallaskóla, hlaut fyrsta sæti í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs í ár fyrir ljóð sitt: „Næturhiminninn.“ Diellza Morina, Álfhólsskóla varð í öðru sæti með ljóð sitt: „Ljóð“ og Íris Ólafsdóttir, Hörðuvallaskóla varð í því þriðja með ljóð sitt „Reykjavík.“
Þau Íris, Diellza og Patrik fluttu ljóð sín í Salnum í gær þar sem Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í árlegri ljóðasamkeppni bæjarins.
Næturhiminninn
Næturhiminninn er
eins og risastór blettatígur
sem teygir sig yfir jörðina
Stjörnurnar eru blettirnir
sem leika um líkama hans
en þegar hann verður svangur
fer hann frá jörðinni
til að veiða sér til matar
Þá kemur dagur.
Patrik Snær Kristjánsson