Næturhiminninn er eins og risastór blettatígur

Ungskáldin í myndatöku eftir verðlaunaafhendinguna.
Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, ungskáld Kópavogs og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, í myndatöku eftir verðlaunaafhendinguna.

Patrik Snær Kristjánsson, nemandi í Hörðuvallaskóla, hlaut fyrsta sæti í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs í ár fyrir ljóð sitt: „Næturhiminninn.“  Diellza Morina, Álfhólsskóla varð í öðru sæti með ljóð sitt: „Ljóð“ og Íris Ólafsdóttir, Hörðuvallaskóla varð í því þriðja með ljóð sitt „Reykjavík.“

Þau Íris, Diellza og Patrik fluttu ljóð sín í Salnum í gær þar sem Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í árlegri ljóðasamkeppni bæjarins.

Næturhiminninn

Næturhiminninn er
eins og risastór blettatígur
sem teygir sig yfir jörðina

Stjörnurnar eru blettirnir
sem leika um líkama hans

en þegar hann verður svangur
fer hann frá jörðinni
til að veiða sér til matar

Þá kemur dagur.

Patrik Snær Kristjánsson

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér