Nafnasamkeppni um heiti gatna í Smiðjuhverfi

Kópavogsbær óskar eftir tillögum að nýjum götunöfnum í Smiðjuhverfi en bærinn og Hagsmunasamtök fyrirtækja í Smiðjuhverfi hafa tekið höndum saman og efna nú til samkeppni um ný götunöfn í Smiðjuhverfi.

Með samkeppninni er verið að koma til móts við óskir fyrirtækja í Smiðjuhverfi um að endurskoða götuheiti í hverfinu til að auðvelda viðskiptavinum að rata um hverfið. Götuheitin Smiðjuvegur og Skemmuvegur halda sér en götur sem ganga þvert á þær fá ný nöfn og verða því ekki lengur kenndar við liti eins og nú er. Leitað er eftir nöfnum á 16 götur.

„Það verður spennandi að fá ný götuheiti í Smiðjuhverfi, gamalgróið hverfi í Kópavogi sem þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu. Kópavogur er bær í stöðugri þróun, ný heiti gatna í Smiðjuhverfi eru enn eitt dæmið um það,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar.

Tillögum um ný nöfn má skila inn frá 20. ágúst til 20. september á netfangið nafnakeppni@kopavogur.is. Frjálst er að senda inn fleiri en eina tillögu. Nöfnin geta vísað til örnefna í nágrenninu eða hvað annað sem þátttakendum dettur í hug. Nafnanefnd mun fara yfir innsendar tillögur og leggja áhugaverðustu tillögurnar fyrir  bæjaryfirvöld Kópavogs. Kópavogsbær áskilur sér þann rétt að hafna öllum tillögum.

Nafnanefnd er skipuð Axel Eyjólfssyni formanni Hagsmunasamtaka Smiðjuhverfis, Áshildi Bragadóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Kópavogs, Birgi H. Sigurðssyni skipulagsstjóra Kópavogs og Sigríði Björgu Tómasdóttur almannatengli Kópavogsbæjar.

Hér að neðan má sjá kort af Smiðjuhverfi sem sýnir hvaða götur á að nefna:

Smiðjuhverfi_kort

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,