Nam – nútímaleg asísk matargerð á Nýbýlavegi  

Veitingastaðurinn Nam hefur verið opnaður að Nýbýlavegi 6 í Kópavogi. Nam býður nútíma, asíska matargerð og leggur áherslu á frumlegan, ferskan og fallegan mat sem er undir áhrifum frá Austur-Asíu.

Nam er frumlegur og nýstárlegur veitingastaður sem nú hefur opnað við Nýbýlaveg.
Nam er frumlegur og nýstárlegur veitingastaður sem nú hefur opnað að Nýbýlavegi 6.

Eigendur Nam eru þeir Einar Örn Einarsson og Emil Helgi Lárusson, sem hafa slegið í gegn með mexíkanska veitingastaðnum Serrano.

Á Íslandi eru nú níu Serrano staðir og í Svíþjóð hafa þeir félagar opnað átta svipaða staði, undir nafninu Zocalo.

Emil Helgi Lárusson; framkvæmdastjóri Nam, segir að með Nam séu þeir félagar að opna asískan stað af því tagi sem þeim sjálfum langar til að sækja.

Frumlegan og nýstárlegan stað sem byggir á asískri matarhefð og úrvals, íslensku hráefni, þar sem  máltíðin er á hagstæðu verði sem stenst allan samanburð við hversdagslegri veitingastaði.”

Hönnun staðarins hefur vakið athygli en hönnunarstofan HAF sem rekin er af Hafsteini Júlíussyni og Karitas Sveinsdóttur sá um alla hönnun á staðnum. Þau Hafsteinn og Karitas hafa hannað marga athyglisverða staði undanfarið og eiga sífellt meiri velgengni að fagna. Hafsteinn Júlíusson, hönnuður hjá Hafstúdíó segist hafa viljað ná fram ferskum, asískum áhrifum í hönnun staðarins:

Það fer ekki fram hjá neinum að þetta er asískur staður, en við náum því fram án þess að styðjast við algengar og þreyttar klisjur í þeim efnum. Efniviður er íslenskur og eru innréttingar og húsgögn meira og minna smíðuð hérlendis eftir okkar fyrirmælum. Nam hefur því yfir sér ferskan og fallegan blæ sem er bæði nútímalegur og léttur, en samt sem áður með skýra vísun í austur asískann uppruna.“

Nam er að Nýbýlavegi 6 í Kópavogi og er opinn alla daga frá 10 til 23.

!cid_110BA187-B212-46D9-BD74-E45D11407C35@in

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér