Námsmannaíbúðir í Kópavog

Margrét Júlía Rafnsdóttir skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi.
Margrét Júlía Rafnsdóttir skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi.

Kæra ungmenni

Býrð þú í foreldrahúsum, ert kannski í námi eða jafnvel búinn í námi og vilt fara að heiman?

Við hjá Vinstri grænum og félagshyggjufólki í Kópavogi vitum að þetta er staðan sem mörg ungmenni í Kópavogi hafa staðið frami fyrir undanfarin ár, en ekki getað breytt, einfaldlega vegna þess hve leiguverð hefur verið hátt  og lítið framboð er af litlum íbúðum sem henta einstaklingum. Námsfólk í Kópavogi, sem vill leigja námsmannaíbúðir hefur ekki átt  þess kost að fá slíkar íbúðir í Kópavogi, því þær eru einfaldlega ekki til. Unga fólkið okkar hefur því gjarnan flutt til nágrannasveitarfélaganna. Við hjá VGF viljum að allir hafi val um búsetu og að ungir Kópavogsbúar geti, ef þeir vilja, áfram búið í bænum sínum þó að þeir flytji úr foreldrahúsum.

Vinstri græn og félagshyggjufólk í Kópavogi vilja að Hamraborgarsvæðið og svæðið þar fyrir norðan verði sérstaklega skipulagt með þarfir þeirra í huga sem vilja litlar íbúðir, vera miðsvæðis, hafa þjónustu í göngufæri og nýta sér almenningssamgöngur. Þar má nefna uppbyggingu námsmannaíbúða, sem munu verða tengdar háskólasvæðinu með greiðum almenningssamgöngum og hjólreiðastígum.  Við uppbyggingu á þess háttar byggð á þessu svæði teljum við jafnframt að Hamraborgarsvæðið muni blómast og lifna við.

-Margrét Júlía Rafnsdóttir skipar 2. Sæti á lista Vinstrí grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar